Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 54
62
Ú R VA L
Kr.), ritum Valeriusar Maximus
(ca. 31. e. Kr.), verkum Aulusar
Gellius (ca. 175 e. Kr.), o. s. frv.
Þar segir frá málalyktum í öld-
ungaráðinu, fréttir eru úr hirð-
lífinu, um trúlofanir, giftingar,
fæðingar og dauðsföll í fjöl-
skyldu keisarans og um ferða-
lög hans, um komu og brottfarir
sendiherra, gjafir þeirra og fleiri
slíka almenna hluti, sem
vekja á engan hátt æsing eða ó-
róa. Þar eru og fréttir úr lífi
hins almenna borgara: trúlofan-
ir, giftingar, skilnaðir, jarðar-
farir. Þetta kom í blaðinu dag
hvern jafn reglulega og nú, um
það bil tvö þúsund árum síðar.
Ennfremur um þá, er hlutu á-
heyrn keisarans, hvað barnmörg
fjölskylda gaf í fórnargjafir í
Capitolium, um tryggð hunds-
ins, birtingu fuglsins Phoenix,
um undur veraldarinnar, van-
sköpuð fóstur, sýningar á bein-
um úr sjaldgæfum dýrategund-
um, skuldamál, nýjar, glæsilegar
byggingar.
Það var jafnvel rúm fyrir alls
konar slúðursögur. Commodus
keisari lét skrifa um öll illvirki
sín, svallveizlur sínar, unnin
veðmál við bardaga skylminga-
þrælanna.
Juvenalis reit . . . „Viðkvæm-
ustu og leyndustu fjölskyldumál
voru opinskátt rædd í blaðinu.
Það var hreint ekki óalgengt, að
hinn fráskildi eiginmaður ritaði
spennandi frásögn af ótryggð
fyrrverandi eiginkonu sinnar
með meira eða minna bersöglum
lýsingum.“ Samkvæmt frásögn
Seneca innihéldu slúðurdálkarn-
ir ósköpin öll af skilnaðarmálum
og, eins og hann segir sjálfur:
. . . „að lokum reiknuðu róm-
verskar konur ekki aldursár sín
í samræmi við þjónustuár kon-
súlanna, heldur eftir því, hversu
marga menn þær hefðu átt.“ Á
stjórnarárum Caligula (37—41
e. Kr.) gat eiginkona fengið
skilnaðarheimild frá keisaran-
um, þegar eiginmaðurinn dvald-
ist fjarri heimilum sínum. Eigin-
maðurinn fékk þá fyrst vitneskju
um þetta, þegar hann las blaðið.
í Acta voru ekki bara auglýs-
ingar um leiksýningar, heldur
var þar meira að segja leiklistar-
gagnrýni. Þar var jafnvel rætt
um ökumenn stríðsvagnanna,
einnig voru nefnd nöfn skylm-
ingaþrælanna og rætt um sigra
þeirra. Almúginn hefur liklega
haft mestan áhuga á þessum
fréttum, einkum vegna þess að
veðmál voru þá mjög útbreidd.
Blaðið var ómissandi. Sést vel,
hve ómissandi það var á grein-
arstúf eftir Petróníus, ádeilu rit-
aðri beizku háði um nýríkan
mann að nafni Trimalchio, er á
eigin reikning lætur gefa út sitt
eigið blað og hefur blað keisar-