Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 44
52
ÚR VAL
taka fjögur ensk skip í Eyrar-
sundi og selja i skaðabætur og
hafi fimm ára styrjöld orSið meS
Dönum og Englendingum lit af
þessu. Þá segir ein sagan, aS
hún hafi eitt sinn haft fimmtíu
Englendinga fanga heima á
SkarSi og fimmtíu menn aSra
til þess aS gæta þeirra. Hvergi
er í fornum bréfum getiS um
atburSinn á Rifi, heldur hefur
hann lifaS i minni manna. En
í þýzkum annálum frá þessum
tima hefur Jón Þorkelsson fund-
iS frásagnir um þetta, þvi aS
Hansakaupmenn voru eitthvaS
viS þetta riðnir.
Ólöf og Björn ríki áttu tvö
börn, Þorleif og Solveigu. Skipti
voru gerS eftir Björn. Hann er
talinn hafa verið ríkastur maður
á íslandi að fornu og nýju, átti
1 hundrað hundraða í fasteign-
um og 50 hundruð hundraða i
virðingarfé. Hústrú Ólöf fékk
helming eigna hans, en börn
þeirra helming. í sinn blut fékk
hún meðal annars Skarð á
Skarðsströnd, þar sem hún bjó
til dauðadags, Bæ á Rauðasandi,
Mávahlið, Sjávarborg í Skaga-
firði.EnÞorleifur fékk Reykhóla.
Hann átti fyrir konu dóttur And-
résar Guðmundssonar. Solveig
Björnsdóttir hélt fyrst við Jón
nokkurn skrifara, Þorláksson,
sem dvaldist á Skarði hjá Ólöfu
og talinn var bezti skrifari á Vest-
fjörðum. Skrifaði hann messu-
söngsbækur fyrir margar kirkjur
á Vesturlandi. Um hann gekk sú
saga, að þrír fingur á hægri
hendi hans — þeir, er hann skrif-
aði með — hefðu ekki stirðn-
að, þegar hann dó, og hefði hann
skrifað fjögur orð á latínu dauð-
ur. Jón átti þrjú börn með Sol-
veigu. En hún fékk ekki að eiga
hann. Að honum látnum giftist
Solveig Páli Jónssyni á Skarði,
og eru ættir frá þeim komnar.
Ólafar riku er enn getið við
marga stóratburði, eftir að hún
leitaði hefnda eftir Björn bónda
sinn. En hennar er oftar getiö
í bréfum og gjörningum þess
tima, sem nær því öll eru um
og í sambandi við mál, jarða-
kaup og sölur eða erfðamál. Fá-
um árum áður en hún dó, ríður
hún sjálf suður að Krossi i Land-
eyjum til þess að vera við dóm
út af svokallaðri Krossreið Þor-
varðs sonar Eiriks Loptssonar,
bróður hennar. Þorvarður þótt-
ist eiga sökótt við bóndann á
Krossi, sem raunar var mágur
hans, tók hús á honum um nótt
og drap hann. Voru dæmdar af
Þorvarði eignir fyrir, og skilst
mér, að Ólöf sé þar til þess að
gæta réttar Eiríks bróður síns,
er þá var utanlands.
ólöf er sögð hafa verið mikil
trúkona, og svipar henni þar
eins og víðar til Guðrúnar Ósvíf-