Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 129
FÍLAR ERU LÍKIR MÖNNUM
137
þakið af strákofa til þess að kom-
ast að banönunum. Brátt tók
hann að leita að banönum í
hverjum einasta bíl, sem kom til
Paraa. Ef það var blæ.jubíll, reif
hann þakið af til að komast að
ávöxtunum, en ef það var venju-
legur bíll, rak hann ranann inn
um gluggana eða hóf bílinn á
loft og hristi hann.
Eitt sinn frömdu ferðamenn,
sem sváfu í bílnum sínum, þau
afglöp að geyma mat og banana
undir vagninum. Um miðja nótt-
ina vöknuðu þeir frávita af skelf-
ingu við, að bíll beirra var haf-
inn á loft og honum hvolft. Þeir
lágu ósjálfbjarga í bílnum, með-
an „borgarstjórinn“ gæddi sér
makindalega á banönunum
þeirra.
Nálægt Amboseli í Kenýa var
eitt sinn fíll, sem gæddur var
mikilli kímnigáfu. Hann hafði
gaman af að liggja í launsátri við
krappa beygju á veginum, þar
til hann varð var við bíl. Þá
þaut hann lit á veginn, skók á
sér eyrun og rak upp ærandi
öskur. Þlegar hann var búinn
að fullvissa sig um, að allir í
bílnum væru lamaðir af skelf-
ingu, sneri hann út af veginum
og horfði á fólkið fara fram hjá
með greinilegum glettnisglampa
í Iymskulegum augunum.
í þjóðgarði Elísabetar drottn-
ingar, þar sem ferðamenn geta
séð þúsundir fíla í fullkomnu ör-
yggi, ef þeir aðeins fara eftir
settum reglum, hef ég séð fila-
ást l fullum blóma. Ég var ásamt
Bere umsjónarmanni að virða
fyrir mér fílahjörð dag nokkurn,
þegar gjörvilegur ungur fíltarf-
ur birtist í um það bil 200 metra
fjarlægð frá hjörðinni. Þegar í
stað yfirgaf ein kýrin hjörðina
og sneri höfðinu feimnislega til
hægri og vinstri, um leið og hún
gekk til hans. Þegar þau mætt-
ust, tók hann um rana he-nnar
með sínum, höfuð þeirra lyftust
með samanvafða ranana, þangað
til munnar þeirra mættust í
greinilegum kossi. Þá stangaði
hún hann glettnislega. Iiann
greip upp grastuggu, sló henni
við hné sér til að hrista burt
óhreinindi og bauð henni síðan.
Hún stakk henni í munn sér, er
þau gengu burt fast hvort upp
við annað, en staðnæmdust oft
á leið sinni til að kyssast, unz
þau hurfu inn á milli trjáa.
„Þau eru búin að vera saman
i meira en viku,“ sagði Bere,
„Tilhugalífið heldur áfram,
þangað til fengitíminn hefst. Þá
mun hún að fullu endurgjalda
ást hans einhvers staðar í myrk-
viði skógarins, því að fílar vilja
njóta ástaratlota í einveru eins
og mennirnir!"