Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 39
ÓLÖF RÍKA
47
Loptur fengið einhverjar jarð-
eignir eftir bróður sinn og einnig
eftir Guttorm Ormsson, er bjó
í Stóraskógi og var veginn í
Snóksdal 1381 út af deilum um
veiðirétt i á nokkurri. Eftir föður
sinn hefur hann fengið Skarð á
Skarðsströnd. Er Loptur kom
heim úr utanförinni, ætla menn,
að hann hafi setzt að á Möðru-
völlum og búið þar með frænd-
konu sinni, Kristinu Oddsdóttur
og unnað henni, en ekki fengið
að eiga, sumir halda vegna
frændsemi, — þau voru fjór-
menningar — en aðrir segja
vegna þess, að hún var talin ætt-
smá. En um þetta vita menn
ekkert með sannindum annað
en það, að hann hefur unnað
Kristínu þessari, því að um það
ber kvæði það, er hann orti til
hennar, bezt vitni. Kvæðið er
jafnframt sýnishorn af fornum
brágarháttum og heitir Hátta-
lykill. Þar i er þessi fagra vísa:
Kyssumst, kæran, vissa
kemr ein stund, sú er meinar,
sjáum við aldrei siðan
sól af einum hóli;
meinendr eru mundar
mínir frændr og þínir,
öllum gangi þeim illa,
sem okkur vilja skilja.
í ævisögu Lopts ríka framan
við kVæðasafn hans í Kvæðasafni
Bókmenntafélagsins er því hald-
ið fram, að Kristín Oddsdóttir
hafi verið stórættuð kona, vest-
firzk, og hafi þau Loptur kynnzt
fyrir vestan og búið á Skarði.
Hvað sem um það er, þá er víst,
að saman hafa þau verið, þvi að
þau áttu þrjá sonu, Orm, Skúla
og Sumarliða, og eru allir fæddir
fyrir 1410. Til er gjafabréf Lopts
til þessara launsona hans, gefið
út 1430 og þá gert ráð fyrir, að
þeir séu tvítugir. Kristin Odds-
dóttir giftist, að þvi er sagan
segir, einum sveina Lopts, Hösk-
uldi, og bjuggu þau í Eyjafirði,
og er sagt, að Lopti þætti ekki
gott.
Loptur kvæntist einnig. Kona
hans hét Ingibjörg og var dóttir
Páls Þorvarðssonar á Eiðum, er
dó í Svartadauða 1403. Með konu
sinni fær Loptur Eiða á Austur-
landi. Páll á Eiðum halda sumir,
að væri kominn af Oddi Þórar-
inssyni frá Valþjófsstað, er kem-
ur við Sturlungu. Sonur Páls á
Eiðum, en bróðir Ingibjargar,
ætla sumir, að verið hafi Jón
Pálsson Maríuskáld.
Loptur og Ingibjörg eru gift
1417. Eftir það er Lopts víða get-
ið í bréfum og gjörningum á
Norður-, Vestur- og Suðurlandi,
og skrifar hann oftast framarlega
undir, sem sýnir, að hann hefur
verið talinn virðingarmaður.
Hann var 1427 hirðstjóri norð-