Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 126
134
L'RVAL
GAMALL brezkur ofursti sat í
hermannaklúbb í London og hlýddi
með vaxandi vanþóknun á nokkra
flugmenn vera að hæla sér af þeim
hetjudáðum, er þeir höfðu unnið
og mannraunum striðsins yfirleitt.
— Þetta eru allt saman bölvað-
ir smámunir, sem þið eruð að tala
um, sagði hann loks, hreinn
barnaleikur hjá Búastriðinu.
Brennheit sólin steikti á manni
heilann, og sandurinn sveið á
manni lappirnar, árásir nætur og
daga, afgreiddi með berum hönd-
unum tíu svola, drap átta. Hinir
tveir settu í gegnum mig spjót
og negldu mig þannig við gúmmí-
tré. Þar hékk ég i þrjá daga.
Flugmennirnir hlustuðu kurteis-
lega á hinn æruverðuga og hátt-
setta foringja. Einn þeirra spurði
hæversklega:
— Var þetta ekki sárt — herra?
— E’kki sérstaklega, nema þeg-
ar ég hló!
—□
LEIKFÉLAGI stráks nokkurs
var að stríða honum með því, að
hann væri tökubarn.
— Mér er sízt striðni í því, svar-
aði stráksi. Foreldrar mínir völdu
mig úr hundrað börnum, en þínir
foreldrar urðu að sitja uppi með
þig. — Frjáls verzlun.
—□
UNG stúlka var of hégómleg
til þess að nota gleraugu, en hins
vegar svo nærsýn, að stundum var
það henni til baga.
Hún náði sér þó í unnusta og
þau gengu í hjónaband og fóru
svo til annarrar borgar í brúð-
kaupsferð. Þegar dóttirin kom
heim úr brúðkaupsferðinni, rak
móðir stúlkunnar upp óp og þaut
í simann og hringdi á augnlækn-
inn.
-—• Læknir, æpti hún í örvænt-
ingu! Þér verðið að koma strax
til dóttur minnar. Þetta er neyð-
artilfelli, algert neyðartilfelli. Hún
hefur alltaf neitað að nota gler-
augun og nú er hún komin til baka
úr brúðkaupsferðinni og ...
•— Frú, svaraði læknirinn, verið
rólegar. Látið ungfrúna koma til
mín. Þefta getur ekki verið svo
slæmt, að hún geti það ekki.
—• Já, já, en maðurinn sem hún
kemur með er ekki sá, sem hún
fór með í brúðkaupsferðina!
—□
ÁKVEÐINN og hispurslaus
dómarafulltrúi var í réttarhöld-
um. Kona var mætt sem vitni.
Hann spurði um nafn hennar, og
er hún hafði skilmerkilega greint
frá því, spurði hann:
— Staða?
— Húsmóðir.
— Staða eiginmanns?
— Framleiðandi.
•— Börn?
— Nei, kvenveski!