Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 68
7G
ÚR VAL
framleiða mjólk. Hvert kerfi fyr-
ir sig líkist einna helzt öfug-
snúnu, rótlausu tré, sem endar
við geirvörtuna. Rétt undir geir-
vörtunni víkkar hver þessara
15—20 „trjábola" og mynda
geymslu fyrir mjólkina. Grein-
arnar á trénu eru pípur til flutn-
ings og geymslu mjólkurinnar,
og í laufblöðunum eru sellurn-
ar, þar sem mjólkin myndast.
Á kynþroskaárunum er mjólk-
urtréð einungis ófullkomin mynd
þess, er síðar skal verða. En sið-
ar, þegar eggjastokkarnir taka til
starfa, framleiða þeir tvo hor-
móna. Annar þeirra, estradiol,
veldur þróun og vexti á mjólk-
urpipunum. Hinn, progestin, or-
sakar vöxt og aukningu sellanna,
er mjólkina framleiða. Það eru
því þessir tveir hormónar, er
móta brjóstin á kynþroskaárun-
um, unz þau hafa tekið á sig
endanlegt form.
Árum saman má sjá ytri merki
um þessa innri umbreytingu
brjóstanna. Hin ungu brjóst eru
i fyrstu aðeins litlar keilur. En
þegar hrjóstkirtlunum fjölgar,
leggst yfir þá fitulag til verndar.
Síðan stækkar geirvartan smám
saman, þar til hún hæfir barns-
munni, og kringum hana mynd-
ast dökkur hringur (areola). í
bessum hring er mikið af fitu-
kirtlum, sem koma í veg fyrir
að húðin þarna þorni og springi,
er barnið fer að sjúga.
Þungunin kemur síðan af stað
enn nýjum breytingum, sem
gerast af hinni mestu nákvæmni.
Til þess að geta leyst af hendi
það starf, er framundan liggur,
fara brjóstin þegar að stækka
á öðrum mánuði þungunarinnar.
Hringurinn umhverfis geirvört-
una tekur að dökkna, og er það
einmitt eitt merki þess, að kona
sé barnshafandi.
I tvo til fjóra daga eftir að
móðirin hefur alið barn sitt, gefa
brjóst hennar frá sér gulleitan,
límkenndan, ónærandi vökva,
sem kallaður er colastrum. Þessi
vökvi cr lítið eitt losandi og
hreinsar slím og önnur ógagnleg
efni úr meltingarfærum barns-
ins. Það er einnig vitað, að col-
astrum inniheldur efni er koma
í veg fyrir sjúkdóma hjá barninu
fyrstu lífdaga þess.
Fyrstu dagana eftir fæðinguna
Iéttist barnið. Það verður því að
fá næringu ellegar deyja. Og þa®
er á þessum tíma, sem móðirin
tekur að framleiða prolactin,
hinn þýðingarmilda „móðurást-
arhormón“, sem síðan veldur
því, að brjóstin taka að gefa frá
sér mjólk. Prolactin hefur ýmis
merkileg áhrif. Álitið er, að það
dragi úr kynhvötinni og komi
oft í veg fyrir mánaðarlegar
blæðingar. Eins Iengi og konan
heldur áfram að framleiða pro-