Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 171
MANNÆTUHLÉBARÐINN
179
Ælennti upp hvasstennt ginið
yfir hálsi mér. Mér varð fyrst
fyrir að velta mér leifturskjótt
á hlið og spenna upp gikkinn,
en í sömu andrá stökk eitthvert
lítið dýr upp á barm mér. Þetta
var litill kettlingur, rennandi
blautur eftir óveðrið, sem leit-
aði athvarfs hjá mér, þegar hann
kom að öllum dyrum læstum.
Ég hafði varla jafnað mig eft-
ir hræðsluna, sem að mér setti
við kisu, sem hjúfraði sig nú að
mér, þegar ég heyrði lágt urr
nokkuð langt úti í náttmyrlcr-
inu; það hljóð barst neðan af
ökrunum, varð æ hærra og síðan
heyrðist þaðan grimmdarlegt
hvæs. Á næsta andartaki mátti
heyra þau ferlegustu læti, sem ég
hef nokkru sinni heyrt, hvæs,
urr, öskur og vein — það leyndi
sér ekki, að þar hafði tveim karl-
hlébörðum lent saman, og að
þeir háðu nú með sér hið
grimmilegasta einvígi. Að öllum
líkindum hafði morðingjahlé-
barðinn verið farinn að svipast
um eftir bráð sinni, en annar
karlhlébarði verið á ferð um
akrana af hendingu, og á-
litið að morðingjahlébarðinn
væri kominn inn á sitt yfirráða-
svæði. Jafnvel þótt svo hittist
á, var það sjaldgæft, að tveir
karlhlébarðar ættu með sér ein-
vigi, heldur lagði sá, sem vissi
sig kraftaminni, tafarlaust á
flótta. En í þetta skipti hafði
komið til átaka og áreiðanlega
upp á líf og dauða, eins og raun-
ar mátti heyra af hljóðum
þeirra. Kannski tækist nú ein-
hverjum óþekktuin hlébarða-
garpi að vinna það afrek, sem
margur hafði freistað um ára-
bil, en engum tekizt, kannski
átti það alltaf fyrir morðingja-
hlébarðanum að liggja, að falla
i einvígi við einn af sínum.
Fyrsta lotan, sem stóð í einar
fimm mínútur, var háð af hinni
mestu grimmd og lauk án úrslita,
því að þá heyrðist enn urr og
storkandi hvæs i báðum hlébörð-
unum og þannig var það út hlé-
ið, sem stóð í allt að stundar-
fjórðung. Önnur lotan var ef til
vill öllu grimmilegri, en undir
það henni lauk, var sem morð-
ingjahlébarðinn hefði neyðzt til
að láta undan síga, því að urr
hans og hvæs fjarlægðist í hlé-
inu. Þriðja og síðasta lotan stóð
skemmst og var háð fjærst; sá
hinn heimaríki hafði stökkt að-
skotadýrinu á flótta og veitti nú
morðingjahlébarðanum eftirför
upp ásana, út fyrir landamæri
athafnasvæðisins. Sú lota var þó
hin grimmilegasta, en smám
saman fjarlægðust báðir hlé-
barðarnir svo, að ekki varð
lengur fylgzt með átökum þeirra.
Enn voru sex stundir til morg-
uns. Mér var Ijóst að för mín