Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 63
OLNBOGABARN
71
svöng, með syni bóndans, sem
hún var hjá. Enginn var við-
látinn heima viS til þess aS
gefa þeim aS borSa. Fór þá pilt-
urinn sjálfur inn i búr og náði
i mat handa þeim. En Stína
gamla fékkst ekki til þess að
bragða vott né þurrt, fyrr en
húsmóðirin kom heim og
skammtaSi henni. Henni fannst
það ganga stuldi næst að stinga
upp í sig bita, sem ekki hafði
farið um hendur húsmóðurinn-
ar.
Aldrei var Stína gamla við
karlmann kennd, en eigi að síð-
ur þótti henni það býsna gott tal,
ef viS hana var rætt um sam-
skipti karls og konu. Þurfti ekki
að vanda orðalagið til þess að
henni væri skemmt. Skellti hún
þá á lær sér og hló dátt með
miklum fettum. Gaman hafði
hún einnig af tuski unglinga og
hvatti stundum til þess, ef vel lá
á henni, og að drukknum mönn-
um gat hún hlegið af hjartans
lyst. StóS hún þá hóflega langt
frá og horfði á, en einkum var
hún i .essinu sínu, ef einhverjar
horfur virtust á ryskingum.
Þeir höfðu tekizt á, gömlu menn-
irnir, þegar þeir drukku sig
fulla í ungdæmi hennar, og henni
mun hafa þótt það manndóms-
skortur, hve þeir siSir voru af-
lagðir á efri árum hennar.
Sjálfri þótti henni sér virSing
ger, ef húsbændur hennar eða
kunningjar réttu henni glas eða
pela. Dreypti hún með þökkum
á brennivíni og varð mjög hýr-
leit, en gerði aldrei meira en
súpa einn lítinn sopa.
„Ég er blindfull“, sagði hún
og hafnaSi boðinu, ef einhver
reyndi að fá hana til þess að
súpa betur á.
Vélaöldin rann upp á efri ár-
um Stínu, og var þaS nýjabrum
henni ekkert fagnaðarefni. Hún
hafði fyrir löngu sætt sig nokk-
urn veginn við það, þótt rist
væri ofan af með spaða, þýfið
sléttað og hætt að vinna á með
klárum, þótt miklu helzt hefði
hún kosið að mylja taðið með
höndunum. En þar kom, að það
sýndi sig, að ekki var látið staS-
ar numiS við þetta. Alls konar
nýjum tólum tók að skjóta upp.
Fyrst komu plógar, svo fóru bil-
ar að þjóta um vegina. Stína vék
úr vegi og forðaði sér upp í
skriður, þegar hún mætti því-
líkum farartækjum á gönguferð-
um milli bæja í Hvalfirði. Og
fremur var augnaráð hennar ó-
hýrt, þegar hún lvorfSi á eflir
þessum ófreskjum, á meðan hún
var að venjast bílunum.
Af þvi er lika nokkur saga,
er hún sá flugvél í fyrsta skipti.
Það var á engiaslætti, að Súlan
gamla flaug yfir, og sagði fólk
Stínu gömlu, að þetta væri flug-