Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 136
144
U R V A L
minnilegan hátt boðorð meistar-
ans mikla. „Fyrirgef þeim, því
að þeir vita ekki, hvað þeir
gjöra.“
Með því að dæma ekki Eich-
mann til dauða, hefur hún beint
sökinni á hendur mannkynsins
alls og vísað því veginn frá
þyrnigöngu hefndarinnar. Það
hlýtur að staldra við, undrast
og hugsa. Glæpurinn, sem fram-
inn var á Gyðingunum, gleymist
ekki. Samvizka mannanna hefur
vaknað. Það er dögun að bjart-
ari og betri heimi.
Saga um móðurást.
FYRIR nokkrum árum bar svo til í Ástralíu, sem ekki er ótítt
þar, að ekki kom dropi úr lofti um langan tíma. Villidýrin urðu
svo þyrst, að ótti þeirra við menn og mannabyggðir varð að
víkja, og sóttu þau tíðum heim á bæina í vatnsbólin. Búsmali
landnema var í mikilli hættu, sauðfé og nautgripir höfðu hrunið
niður, og fyrir því vörðu bændur harðri hendi vatnsbólin. Hlaðin
byssa hékk við hvers manns dyr og bar að nota hana strax og
óboðin gestur kæmi til vatnsins. Bóndi nokkur varð eitt sinn, er
á þessum tíma stóð, vitni að því að fullvaxin kengúra, móðir með
ungviði í pokanum, kom rakleitt heim til hans. Hún hafði ekki
augun af bónda, þar sem hann stóð við dyrnar og greip byssuna
sína. Er hún kom að vatnsþrónni, starði hún enn á bónda, brún-
um skýrum augum, en litli anginn í pokanum teygði sig til vatns-
ins og svalg hraustlega. Er hánn hafði drukkið nægju sína, hvarf
móðirin á braut, án þess að svala sínum þorsta, en bóndinn stóð
eftir með hlaðna byssuna án þess að nota hana.
Vatnsskortur í því blauta Hollandi.
ÞAÐ er eftir allt saman vatnsskortur i Hollandi. Sjór vill síast
inn í vatnsbólin, og vatnið í áveituskurðum á stóru svæði er
mengað klóri og óhæft til áveitu vegna illra áhrifa klórsins á
gróðurinn. Mun verða lögð áherzla á að nota meira vatn úr ám,
sem renna inn í landið úr austri, aðallega Rin.
— UNESCO-Courier.