Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 158
166
U R V A L
inn og aldrei klifið hærra en
upp á þakið á húsi sínu. En
þeir hafa verið sannfærðir um
það, að allt það, sem er nokk-
urs virði, kosti erfiði og þján-
ingar — og því meir, sem mað-
urinn þjáist í þessu lífi, verði
sæla hans meiri í næsta lifi.
Mannætan.
Þegar hlébarði eða tígrisdýr
tekur að leggjast á menn, er við-
komandi morðingi venjulega
kenndur við athafnasvæði sitt
til aðgreiningar. Það var því
mjög eðlilegt að hlébarði, sem
hóf morðferil sinn í litlu þorpi,
tólf mílur frá Rudraprayag á
pílagrímaleiðinni til Kedarnath,
væri hversdiagslega kallaðhr
„morðingjahlébarðinn að Rud-
raprayag".
Hlébarðar gerast ekki mann-
ætur af sömu ástæðum og tígr-
isdýrin. Hlébarðinn er fallegasta
skepna frumskóganna, og ber af
öllum að mýkt i hreyfingum,
skjótleik og snerpu; hverju dýri
hugrakkari og grimmari þegar
hann er særður eða á líf sitt að
verja — en um leið er hann slík
hrææta, að hann étur allt dautt,
sem að kjafti kemur, sé hann
hungi’aður.
Garhwal er byggt Hindúum,
og Hindúar brenna lík hinna
dauðu, og þá ævinlega á árbökk-
um, svo askan geti borizt í Gan-
ges og siðan til sjávar. Flest
þorpin á þessum slóðum standa
hátt uppi i fjöllunum, milu veg-
ar frá ám og fljótum niðri í
dalnum, og það tekur bæði
tima og mannafla að koma lík-
unum þangað niður eftir, safna
eldsneyti i bálköst og fram-
kvæma alla þá athöfn, sem þessu
fylgir. Þetta er þó alltaf gert
þegar allt er með felldu, en þeg-
ar drepsóttir eða mannskæðar
pestir brjótast út í þorpunum,
er látið nægja að stinga brenn-
andi viðarkoli í munn líksins
og varpa því síðan fram af
klettabrún niður í dalinn.
Sé hlébarði þarna á sveimi,
er hann óhjákvæmilega hungr-
aður sökum þess hve lítið er þar
um bráð. Hann leggst þvi á lik-
in, og á meðan pestin geisar,
býðst honum meira af slíku góð-
gæti, en hann getur torgað.
Þegar sóttin rénar og allt kemst
aftur i eðlilegt horf, segir hungrið
hins vegar brátt til sín aftur, og
hvað er þá eðlilegra en að hlé-
barðinn sjái sér sjálfur fyrir lík-
um. Því var það, að morðingja-
hlébarðinn að Rudraprayag lét
fyrst til sín taka skömmu eftir
að inflúenzufaraldurinn geis-
aði í Garhwal, eins og öllu Ind-
landi, árið 1918 og varð milljón-
um manna að bana.
Fyrsta manndrápið, sem vit-
að er með vissu að hlébarði