Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 146
154
ÚR VAL
hann fjallaði nm opinbera játn-
ingu Englandskonungs á ka-
þólskri trú. Og á dánarbeði sín-
um tók konungur kaþólska trú.
VarS brezka stjórnin þá Louise
svo æfareiS, að hún var svipt líf-
eyri sínum svo og öllum þeim
titlum og löndum, er henni hafði
tekizt að fá konung til að veita
sér. Brá Louise þá skjótt við og
hélt til Frakklands með auð fjár
i peningum, gimsteinum, gulli og
öðrum verðmætum. Hélt hún til
seturs sins í Aubigny, en kom þar
að flestu niðurniddu, og fór meg-
inhluti fjár hennar í uppbygg-
ingu staðarins. Siðar meir missti
hún son sinn og konungs, og
gerðist þá Iif hins fyrrverandi
eftirlætis konungs allfátæklegt og
einmanalegt. Heyrði þá ríkis-
stjóri Frakklands, Philippe, her-
togi af Orléans, um fórn hennar
og veitti henni árlegan lífeyri, er
nam átta þúsund frönkum „fyrir
hina frábæru þjónustu, er hún
hefur veitt Frakklandi“. Einnig
lýsti ríkisstjórnin opinberlega
yfir þvi, að með árangursríku
sambandi við Englandskonung
befði Louise breytt örlögum
allrar Evrópu.
Louise de Penencouef de Ker-
ouaille, ein hinna fegurstu, gáf-
uðustu og eftirtektarverðustu
hirðkvenna, er sagan kann frá að
segja, lézt í París 17. nóvember
1734 85 ára að aldri. En hún
skildi eftir mark sitt á mannkyns-
sögunni með konungsjátningu á
kaþólskri trú og bandalagi Eng-
lands og Frakklands, er haldizt
hefur —• með nokkrum hléum
að vísu — allt til þessa.
Nú voru góð ráð dýr.
ÓTTASLEGIN kona skrifaði Miss Dix, hinum fræga dálka-
höfundi ameriskra blaða og ráðgjafa fólks í ýmsum viðkvæmum
einkamálum: „Ég las Það um daginn í blaði, að sjöunda hvert
barn, sem í heiminn fæddist, væri kínverskt. Ó, Miss Dix, hjálpaðu
mér. Ég er alveg komin að Því að eignast sjöunda barnið".
— Advice to Loveborn.
HALTU andlitinu móti sólskininu og Þú sérð ekki skugga. ..
— Helen Keller.