Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 28
36
ÚR VAL
að þróast. En þessi breyting upp-
götvast ekki nema viðkomandi
aðili gangist regtulega undir
læknisrannsókn.
Af þessu má sjá, að með réttri
meðferð er oft hægt að komast
hjá eða draga úr arfgengum sjúk-
dómum. En fólkiö sem í hlut á,
verður þá að ráðgast við lækn-
ana í tíma.
Dularfulla ljósið á Bikini.
ÞETTA gerðist daginn eftir eina Bikini-sprenginguna. Banda-
ríska skipið Kenneth Whiting seig hægt inn í lónið og varpaði
akkerum milu vegar frá landi og jafnlangt frá sprengjustaðnum.
Á skipinu var 500 manna áhöfn og um hundrað manns þar að
auki. Enda hótt það hefði verið tekið fram hvað eftir annað,
að engin hætta væri á ferðum, var mikil spenna í fólki um borð.
Menn töluðu um skelfilegar afleiðingar, er fram komu eftir á,
af sprengingunum í Nagasagi og Hiroshima, um varúðarráð-
stafanir, sem gerðar voru við tilraunina á Bikini, og það hvort
nokkur maður vissi, hvaða ráðstafanir þyrfti að gera. En þegar
rökkvaði var sem menn yrðu rólegri, það slaknaði á þöndum
taugum og ró næturhúmsins færðist yfir andlitin. Menn gengu
til starfa, sem venja var, og þeir, sem áttu frívakt, sóttu margir
kvikmyndasýningu.
En svo kom það. — E’inhver tók eftir dularfullu Ijósi, sem
barst til og frá niðri i sjónum hjá skipinu. Allur mannskapurinn,
þ. á. m. kapteinarnir fjórir þustu fram á borðstokk, er fregnin
barst, til að sjá ósköpin. Jú, þarna var það og bærðist til og
frá að því er sýndist í myrkrinu. Menn tóku fram Geigermæli
til þess að mæla geislavirknina. Ef til vill var þetta geislavirkur
rekaviður, sögðu menn, eða fiskur, eða einhver enn háskalegri
hliðarframleiðsla hins voðalega nýja vopns? Ötti kom aftur I
svip og fas.
Þegar allt ætlaði að fara að ganga f göflunum, tók einhver
eftir línu, sem lá úr skipinu út fyrir borðstokk. Hann dró til sín
línuna, og þá kom Ijósið dularfulla upp á yfirborðið. Þetta var
vatnsþétt vasaljós, sem gamansamur sjóari hafði sett fyrir borð
í bandi til að skjóta mönnum skelk i bringu. — Coronet.