Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 91
ILMURINN
99
araugum til karlmannanna. —
Margir karlmenn hafa tekið upp
kölnarvatn í staðinn fyrir rak-
spíra, og hin nýrri kölnarvötn
fyrir karlmenn innihalda meira
af blómaefnum og aldehýðum í
stað fyrri kenninga um leður-
lykt, vínandalykt og sítrónu-
olíu.
Sú kenning er jafnvel komin
til sögunnar, að konur vilji, að
menn þeirra beri sætan ilm. Til
þess að sanna þetta bar einn
auglýsingamaður ilmvatn konu
sinnar framan í sig í veizlu einni
og spurði viðstaddar konur,
hvernig þeim félli hið nýja köln-
arvatn fyrir karlmenn. Allar
lýstu þær yfir velþóknun sinni
og spurðu, hvar og hvenær þær
gætu keypt þetta kölnarvatn
fyrir menn sína. Auglýsandinn
spann upp nafnið Alerte — og
það skyldu menn taka sem við-
vörun. Ef ilmvatnsframleiðend-
ur fá ósk sína uppfyllta, munu
bæði karlar og konur anga af
hinum sætasta ilmi í framtíðinni.
3H£
Hvað er bjartsýnismaður?
VOLTAIRE útskýrði, hvað væri bjartsýnismaður, á þessa lund
árið 1758. „Vitfirringur, sem heldur, að allt sé rétt, þegar það
er rangt“.
Öld seinna eða 1858 leiðrétti Artemus Ward Voltaire og sagði,
að bjartsýnismaður væri ,,hver sá, sem lætur sig engu skipta,
hvað gerist, á meðan það snertir einhvern annan".
Árið 1900 kom þessi skýring frá Mr. Dooley (Finley
Peter Dunne): „Áttatíu og fimm ára karl, sem giftir sig og
fer að lita eftir möguleika á að kaupa hús í nánd við barna-
skólann".
En fyrir fáum árum skýrði Ameríkumaður, Raoul Fleischman,
bjartsýnismann á þennan hátt: „Maður, sem ekki hefur átt þess
kost að lesa forsíður dagblaðanna um þriggja ára skeið“.
. —■ Shake Well before Using.
MÁTTUR: — Járnhönd í flauelshanzka. —• Karl V.
KIRKJUNA vantar fleiri kristna menn.
— Bjarmi (Frá Meþódistum),