Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 120
128
UR VAL
springa á mesta annatímanum.
Samfara þessum sprengjum voru
orðsendingar og simahringingar,
þar sem krafizt var réttlætis til
handa einhverjum sakamanni.
Lögregludeildin rannsakaði
vel þessar orðsendingar og út-
búnað þeirra sprengna sem ekki
sprungu, svo og allar starfsað-
ferðir óþokkans. Að þessari rann-
sókn lokinni varð niðurstaðan
sú, að illvirkinn væri miðaldra
karlmaður af þýzkum ættum,
ógiftur og vel fær i ýmis konar
tækni; ef hann nyti ekki eftir-
launa, ynni hann einhvers konar
næturvinnu.
Seinna komst upp, að hann
var 56 ára gamall, fatlaður pip-
arsveinn, Georg Metesky að
nafni, feiminn og brosmildur.
Hann bjó hjá tveim systrum sín-
um í Waterbury í Connecticut.
f snyrtilega bílskúrsverkstæð-
inu sínu fékkst hann við að
smíða flóknar sprengjur, og átti
það að vera eins konar hefndar-
ráðstöfun vegna sjúkleika hans,
sem hann taldi stafa af meiðsl-
um, er hann hafði hlotið á verk-
stæðinu þar sem hann vann. Við
og við ók hann svo til New York
með nýjustu framleiðsluna sína
vafða inn í ullarsokk til að verja
hana hnjaski.
Eftir því sem heilsa Georgs
versnaði jók hann þessar ferðir
sinar og vakti með því ugg um
alla New York borg. Alls konar
gabb i kjölfar þess arna jók á
skelfinguna.
Nú greip blaðið „Journal-
American“ til þess ráðs að birta
á forsíðunni bréf til illræðis-
mannsins, og hvatti hann til að
gefa sig fram gegn því, að tekið
væri tillit til óska hans.
„Sprengjumaðurinn" svaraði
með sérstöku bréfi, og í þrjár
vikur skrifaðist hann á við blaða-
mennina og bar sífellt fram
nýjar kröfur.
Loks bar það við, að skrif-
stofumaður hjá fyrirtæki þvi,
sem Georg Metesky hafði unnið
hjá, fann gamalt bréf frá hon-
um. í bréfi þessu voru ásakanir
og' orðatiltæki í svipuðum dúr
og í bréfum „Brjálaða sprengju-
mannsins".
Áður en sól var setzt þennan
dag voru Ieynilögreglumenn
komnir til Waterbury. I húsi
einu með knipplingaskreyttum
gluggatjöldum hittu þeir fyrir
mann einn, sem horfði góðlát-
lega á þá gegnum gleraugu í
gylltri umgjörð.
„Ég geri ráð fyrir, að þið hald-
ið, að ég sé Brjálaði sprengju-
maðurinn,“ sagði hann og sýndi
engan mótþróa, er handjárnun-
um var smellt um úlnliði hans.
En leitin að tilræðismönnun-
um ber ekki ævinlega svona góð-
an árangur.