Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 65
OLNBOGABARN
73
ingarríkari, þvi ac5 nýjar ger-
semar fundust annað veifiS við
útiverkin.
Eitt sinn hafði haugi verið
ekið á völl á bæ; þar sem hún
var, en mannfátt var til þess að
moka úr, þvi að miklar byg'g-
ingar voru á döfinni. Einhverj-
um hugkvæmdist að fleygja kop-
arpeningum á nokkur hlöss, og
var þá ekki að sökum að spyrja:
Stína gamla hafði auga á hverj-
um fingri og sá peningana. Hófst
hún þá þegar handa um að moka
úr.
Nú stóð svo á, að haugstæðið
var að húsabaki, og voru á eina
hlið undirstöður að hjallvegg.
Gamla konan ályktaði þegar, að
forn fjársjóður myndi fólginn í
haugstæðinu eða við það. Bónd-
inn var árrisull, en Stina gamla
var ekki síður morgungóð en
hann. Þegar hann kom á fætur
einhvern næstu morgna, var
kerling i óðaönn að grafa sig
undir hjallvegginn i leit að fé-
mæti. Mátti varla seinna vera,
að þvi yrði forðað, að veggur-
inn hryndi á hana.
Þegar Stína kom heim til sín
eftir veru á öðrum bæjum, sýndi
hún heimafólki gersemar þær,
sem henni höfðu áskotnazt. "Var
hún jafnan barnslega glöð yfir
feng sínum, hló og skrikti. í
kistli einum, sem henni var gef-
inn eftir gamla konu, þóttist hún
lika hafa fundið ieynihólf og i
þvi gamla peninga. Þvílíkar upp-
götvanir voru henni að skapi.
Það var að haustlagi, að Stína
gamla fór í siðasta sinn frá Litla-
Botni, gangandi að venju. Lagði
hún þá leið sina suður i Kjós,
eins og hún gerði stöku sinnum.
Dvaldist hún þar um hrið.
Nokkru síðar kom maður frá
Litla-Botni á þennan bæ á leið
úr Beykjavik. Brá þá svo við, að
gamla konan lá i rúminu, lasin
af kvefi, og hafði hún þó ekki
verið kvellisjúk um dagana.
Gaf gesturinn henni glas af
Hoffmannsdropum, svo að hún
gæti mýkt sér fyrir brjósti, því
að slíka hýrgun þótti henni vænt
um. Kvaðst kerling þá koma fyr-
ir jólin og bað að heilsa hús-
bændunum og yngsta barni
þeirra.
Síðan leið fram undir jólin,
og bar þá svo við, að þessi sami
maður kom heim til sín eitt
kvöhl eftir ljósaskiptin. Sýndist
honum þá Stina gamla ganga
heim túngötuna og skálma mjög
að vanda. Jæja, hugsaði hann
— hún er þá komin í jóladvöjina,
gamla konan. Hann spurði um
hana, þegar hann kom í bæinn.
En enginn hafði orðið hennar
var.
Litlu síðar fréttist, að hún
hafði Tátizt suður í Kjós og verið
jörðuð á Reynivöllum, án þess