Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 49
ERU EITURLYF NAUÐSYNLEG?
57
En lítið er betra en ekkert, og
læknavísindin hafa komizt að
þeirri niðurstöðu, að róandi lyf
í hóflegum mæli séu eitt af þvi
nauðsynlega i nútimalífi.
Það er hægt að leysa mörg
vandamál, sem sjúklingarnir
koma með til lækna og sálfræð-
inga, en það tekur oft talsverð-
an tíma. Sjúklingarnir verða
sjálfir að hjálpa til, en það gera
þeir bezt með þvi að vera ró-
legir og bjartsýnir.
Með þessu móti hafa hin nýju
lyf hjálpað mörgum. Á síðari ár-
um hefur færzt mjög i vöxt, að
námsmenn fyllist kviða í þann
mund, er þeir byrja að lesa und-
ir próf. Þetta er vel skiljanlegt.
Nú á dögum er lagt meira upp
úr prófum en áður, og svo er
samkeppnin í þjóðlífinu nú
miklu meiri og harðvítugri en
áður var. Þess vegna eru náms-
menn við æðri skóla einatt ugg-
andi um hag sinn, þegar liða
tekur að prófum. Það er ástæð-
an fyrir þvi, að þeir gripa oft
til róandi lyfja.
Þetta á ekki síður við um
svefnlyf. Ein af nútímaplágun-
um er of mikill hávaði, og af
þeim sökum truflast oft svefn-
friður fólks. Þeir eru ófáir, sem
verða að þola andvökur vegna
hávaða og fyrirgangs i nágrönn-
unum. Og þeir, sem vinna um
nætur og sofa á daginn, finna
manna mest fyrir hávaðanum;
sömuleiðis foreldrar óværra
barna.
Einn af sjúklingum minum er
ung gift kona, sem á tveggja og
hálfs árs gamalt barn, og þjáist
hún af alvarlegri taugaþreytu.
Litla telpan hennar vaknar
klukkan fjögur á hverjum
morgni og klifrar þá upp úr
vöggunni sinni og fer til her-
bergis foreldra sinna og vill fá
þau til að leika við sig. Og til
skamms tíma hefur móðirin ekki
séð sér annað fært en að fara
niður með telpunni og leika við
hana.'
„Ég get ekki látið hana halda
vöku fyrir manninum mínum,“
sagði þessi kona við mig. „Hann
vinnur erfiða vinnu, og honum
veitir ekki af fullum svefni á
nóttunni.“
En þetta háttalag konunnar
hefur komið niður á heilsunni.
Eina skynsamlega lausnin í
þess háttar tilfelli er að gefa
barninu eitt af nýju svefnlyfj-
unum. Eftir stuttan tíma kemur
regla á svefn barnsins, og for-
eldrarnir fá að sofa í friði.
Þctta á einnig við fullorðna.
Undanfarin ár hafa orðið mikl-
ar framfarir á sviði svefnlyfj-
anna, og flestir læknar hafa ekki
hugsað sig tvisvar um að not-
færa sér það, því þessi meðul
eru flest meinlaus — engin hætta