Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 134
142
ÚR VAL
framarlega sem hann fær að lifa.
Með ströngu en mannúðlegu
eftirliti er hann óskaðlegur.
Krafan um dauða hans nú er þvi
nakin hefnd og hatur.
Myrkri verður ekki eytt með
meira myrkri. Aðeins verður
myrkri eytt með Ijósi. Illu verð-
ur ekki útrýmt með meira illu.
Kærleikurinn einn útrýmir illu,
og heimskuna læknar ekkert
nema skynsemin.
Hvar sem við lítum á lífið,
sjáum við, að öll rök hníga að
því, að æðsti tilgangur þess sé
kærleikur. 'Barnið í vöggunni
dafnar ekki án umönnunar, gróð-
ur jarðar verður til fyrir birtu
og yl. Myrkur og hatur er ríki
dauðans og þjáninganna. Lög,
sem ganga gegn svo skýlausu
lögmáli, eru röng.
Hér er aðeins tæpt á þeim
innri rökum, sem liggja að því,
að dauðadómur yfir Eichmann,
sem eingöngu byggist á hatri
og hefnd, sé rangur.
Hin ytri rök eru:
Glæpurinn, sem Eichmann-
málið er risið af, er svo stór, að
hann getur ekki hvílt á samvizku
eins manns. Hann er sameign
og samsök mannkynsins í heild.
Frá alda öðli hafa mennirnir
hefnt og hatað, framið glæpi og
valdið þjjáningum. Lífið, sem
engu glatar, glatar ekki heldur
þessu, það skilar þvi aftur í órofa
hringrás orsaka og afleiðinga
lögmálsins. Allt, sem mannkynið
afrekar — gott og illt — er sam-
eign okkar allra. Við getum ekki
slitið okkur lausa einn og einn,
látist vera saklausir og .skellt
skuldinni á aðra, því að mann-
kynið er ein heild. Það er sam-
ofið órofa böndum og órofa ör-
lögum. I efnisheiminum eru
þetta augljós lög, en á hærri svið-
um lifsins lýtur það þó enn á-
kveðnara lögmáli.
SameiginlSgá og sem einstakl-
ingar söfnum við með breytni
okkar forða jákvæðrar og nei-
kvæðrar orku. Þessi forði er
sameign alls mannkyns og elds-
neyti þróunar þess og örlaga. Af
ávöxtum hans fáum við hvert
og eitt okkar skerf í réttum hlut-
föllum við það sem við leggjum
til, því að lífið skiptir rétt. Að
sínu leyti eins og við aukum hina
jákvæðu orku með göfugri lífs-
stefnu bræðralagshugsjónarinn-
ar, hverju einu okkar og mann-
kyninu í heild til blessunar og
meiri þroska, og aukum þannig
skilyrði fyrir komu andlegra
mikilmenna, manngöfgi og mann-
vit, eins vex hin neikvæða
orka með hverju illvirki, er við
fremjum og hverju hatursfullu
hugarfóstri, er við ölum, og
stofnum þar með til meira böls
og þjáninga, og þegar mælirinn
er fullur, leitar hún útrásar að