Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 47
ÞEGAR SUMARIÐ KOM EKKI
FYRIR 145 árum gerðust
þau fáheyrðu tiðindi í
Norður-Ameríku, að sum-
arið kom ekki. Það var frost
og snjór og yfirleitt hálfgerð-
ur vetrarkuldi allt sumarið.
Þessu er svo lýst, að í norð-
anverðum Bandaríkjunum hafi
akrar staðið hálffreðnir sum-
arið 1816 eða kornið kalið, er
það var að byrja að koma upp.
Það var óhemju umhleypinga-
sarnt, ýmist bleyta eða snjó-
koma, hellidembur eða haglél.
Bændur sáðu aftur og aftur í
akra sína.
Svo fóru sólblettir að koma
í Ijós, í maí var áttundi hluti
sólar dimmur, sagði fólk. Það
horfði í gegnum reyklitað gler
og ræddi um teikn á himni.
12. júní var stórhrið í Quebec
í Kanada. Tré felldu lauf og
svölur frusu í hel á hreiðrum.
Sama áhlaup eyddi akra í
Main og banaði nýrúnu fé. Þá
var frost átta nætur í röð í
Boston. Og þegar síðari hluti
sumars var álika kaldur, seldu
margir bændur jarðir sínar og
fluttu vestur á slétturnar.
Þá var ekki vitað, að orsaka
þessara hrakviðra og hall-
æris á austanverðri .Norð-
ur-Ameríku var að leita í nátt-
úruhamförum, sem áttu sér
stað í 10 þús. mílna fjarlægð
árið áður. Þær hamfarir kost-
uðu þá strax 56 þús. manns
lífið.
1 apríl 1815 gaus eldfjall-
ið Tomboro á Sumbawaeyju
skammt frá Bali, nú í Indónes-
íu, með þeim ósköpum, að það
sprakk í rauninni í loft upp. 1
fimm daga og nætur stóð fjallið
í björtu báli, spúandi eldi,
hrauni og ösku, svo vart sá til
sólar á Jövu í 300 mílna fjar-
lægð. Hraunið vall úr gígnum
á alla kanta, en hann er um 12
km í þvermál, og glóandi gjalli
og vikri rigndi yfir þorp og
byggðir, sem ekki urðu hraun-
straumunum að bráð.
Tomborotindur lækkaði úr
4000 m niður í 1200 m. En ó-
hemju mekkir af örfínum ösku-
salla svifu í háloftunum um-
hverfis jörðina. Aðeins í tvö
önnur skipti, sem vitað er, hafa
slíkir mekkir farið umhverfis
jörðu: Þegar Asama í Japan
gaus 1783 og Krakatoa í Indó-
nesíu 1883.
Það var öskumökkurinn, sem
olli kuldunum í Norður-Ame-
ríku 1816. Hann lá eins og voð
yfir stórum flákum á norður-
hveli jarðar og deyfði skin
sólar.
— Or Coronet —