Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 61
OLNBOGABARN
að kvöldi. Yrti hún þá ekki á
aðra, sneiddi hjá bænum og gekk
rakleiðis til svefnstaðar síns í
fjárhúsunum.
Til heimilisverka var liún mið-
ur fallin. Með nál verður ekki
sagt, að hún kynni að fara, og
engin var hún prjónakona. Hún
gat hleypt upp á fiski og kjöti
og bakað pönnukökur, en ekki
var sótzt eftir því, að hún feng-
ist við matseld, með þvi að
þrifnaður var ekki meðal þess,
sem prýddi hana. Hún þvoði
sér nefnilega sjaldan eða aldrei,
nema hvað hún káklaði kannski
framan í sig á stórhátíðum,
gekk í sömu dulunum hálft árið
og skeytti lítt um að greiða sér
eða kemba. Það var einskis
manns meðfæri að vígja hana
undir merki hreinlætisins. Hún
hefði talið það ófyrirgefanlega
misgerð og móðgun, ef einhver
hefði ætlað að beygja hana undir
það ok. Yrði henni venju frem-
ur óvært á kroppnum af fló í
fjárhúsgarðanum, bar hún á sig
tjöru.
Jafnan kaus hún að matast af-
siðis. Setti hún disk sinn eða
skál í keltu sína og beitti fingr-
unum við matartekjuna. Það
mundi nú þykja ganga ævintýri
næst að sjá, hvernig hiin vann að
mat sínum. Hver himna var rif-
in af fiskbeini, hver tægja skaf-
in af kjötbeini, hver dropi sötr-
09
aður úr kaffibolla, hver vitund
hreinsuð úr grautarskál — aldrei
skilin eftir nokkur ögn eða arða,
sem ætileg var, og fingurnir
sleiktir að síðustu. Þar á ofan
var hún þrautgeymin á mat, sem
henni þótti lostæti, til dæmis
feitt kjöt. Það geymdi hún oft
dögum saman á svefnstað sinum,
og vildi það þá stundum mygla
eða slepja. En það kom ekki svo
mjög að sök, því að henni þótti
ekki spilla mat til muna, þótt í
hann slægi.
Minnisstætt er þeim, er henni
voru samtíða, hve hún hlakkaði
ávallt til þess dags, er fyrsta
lambinu var fargað á haustin, og
gleðin og þakklátssemin ljómaði
af henni, þegar henni var gefinn
góður biti af því, til dæmis
bringukollurinn. Þegar hún loks
tímdi að veita sér þann munað
að neyta sliks hnossgætis, fór
hún oft með það árla morguns
út í haga og settist þar niður,
er hún sást ekki heiman frá
bænum. Þar gæddi hún sér á
þessu í einrúmi. Vera má að það
hafi verið gamall vani frá
bernskudögunum, þegar henni
hlotnaðist biti, að fara með hann
á afvikinn stað og eta hann þar
i næði.
Föt og fataefni, sem henni
voru gefin, geymdi hún von úr
viti. sérstaklega ef henni þótti
mikið til þeirra koma, en þá