Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 66
74
ÚRVAL
að vitneskja bærist um það upp
yfir fjörðinn.
Nú hefur Stína gamla hvílt sem
næst tvo áratugi i gröf sinni. En
allir, sem höfðu kynni af henni,
sjá hana enn í huga sér, skálm-
andi í strigapilsi sínu, þe$sa
konu, sem að ytra gervi jafnt
sem innri gerð, var i rauninni
langt aftan úr öldum. Mynd
venjulegs fólks fölnar og máist,
þegar árin liða. Stina gamla
gleymist ekki auðveldlega.
Myndarlegt hrafnshreiður.
UNDIR túnfætinum á Hólakoti .í Hrunamannahreppi við
Gvendardrátt í Stóru-Laxá gerði hrafn sér hreiður á síðast liðnu
vori. Efnið, sem krummi notaði var þetta: Botn þess var úr
dívangormum, þar ofan á voru felgujárn og járnlásar ásamt með
rafgeymaleiðslum, hrífuhaus og nokkrum • nöglum, smáspýtum
og gaddavirsspottum. Og til þess að ekkert skyldi haggast hafði
krummi loks brugðið sér heim á næsta bæ og hnuplað sér þar
bindivír, sem hann festi bygginguna með við klettinn. Hreiðrið
er um það bil tvo og hálfan metra frá jörðu.
— Veiðimaðurinn.
500 vangefnir íslendingar.
TALIÐ er, að hér á landi séu 500 vangefnir karlar og konur.
Hælisvist er nú fyrir 150. Styrktarfélög vangefinna fá af opin-
berri hálfu svonefnt tappagjald, þ. e. 10 aura af hverri öl- og
gosdrykkjaflösku, sem seld er, og safnast þegar saman kemur,
því að á síðasta ári var tappagjaldið um 2 millj. kr. — Dagur.
ALDRAÐAR skólasystur hittust og spurðu hvor aðra tíðinda.
— Hvernig mann áttu? spurði önnur.
— Hann er þannig, svaraði hin, að þegar hann talar um
„Fjólu“ upp úr svefninum, þá á hánn við blóm.
— Reader's Digest.