Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 106
114
Ú R YA L
mont Christian Clinic i Los An-
geles fyrir aðferðir, sem sam-
kvæmt fullyrðingum heilbrigðis-
yfirvaldanna eru sama eðlis og
aðferðir Hoxeys.
Til að fá sannanir í máli þessu
sendi heilbrigðismálaráðuneytið
frú Margaret Louise Taylor til
Fremont Christian Clinic til
rannsóknar. Læknarnir þar
sögðu henni, að hún hefði
krabbamein í brjóstholinu. Ná-
kvæm rannsókn annars staðar
sýndi ekkert slíkt. Hún greiddi
590 dali fyrir lyf. (Heimildir
segja, að á þessum stað hafi ver-
ið 2500—3000 sjúklingar siðan
1957. Það virðist benda til þess,
að þessir sjúklingar hafi greitt
samtals um eina milljón dala).
Samkvæmt hinum nýju lögum
verður læknunum stefnt fyrir
rétt á skrifstofu dómsmálaráð-
herra, þar sem flutt verður sókn
og vörn. Ef lyfin reynast áhrifa-
laus, getur ráðuneytið gefið út
tilskipun um, að þau verði tekin
úr umferð.
Nevada og Kentucky hafa ný-
lega tekið upp svipuð lög. Þetta
er aðeins byrjunin, en ryður
braut, sem önnur fylki verða að
fylgja, ef Bandarikjamenn ætla
að ráða niðurlögum þessarar
ógnunar.
Hér eru svo að lokum nokkur
atriði, sem vert er að hafa í
huga, ef menn ætla að leita lækn-
is við krabbameini:
1. Þykist hann hafa ein-
hverjar sérstakar aðferðir? Ef
svo er, skuluð þér vera á verði.
Heiðarlegir læknar búa sámeigin-
lega að þekkingu sinni, og þeir
þekkja til allra sannaðra lækn-
isaðferða.
2. Hafa hinir „læknuðu"
sjúklingar hans einungis orð
hans fyrir því, að þeir hafi verið
með krabbamein? Heiðarlegur
læknir er reiðubúinn að færa
sönnur á það, ef hann segist
hafa fundið krabbamein. Hann er
einnig reiðubúinn til að ráðfæra
sig við aðra lækna.
3. Auglýsir hann? Enginn
sannur læknir gumar af ágæti
sínu á opinberum vettvangi.
Ef yður grunar, að krabba-
mein sé að gera vart við sig, er
bezta varúðarráðstöfunin að leita
til heimilislæknisins. Ef hann
finnur merki sjúkdómsins, mun
hann þegar gera ráðstafanir til
að sannreyna sjúkdómsgrein-
ingu sína og mæla með hinni
beztu læknismeðferð. Hann get-
ur bjargað yður frá þvi að sóa
fé og tima. Gefið honum tæki-
færi til að hjálpa yður.