Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 97
SVARTIGALDUR
105
að hann hefði orðið fyrir göldr-
um af hendi manna úr flokki dr.
Hastings Banda.
Einn af helztu menntamönn-
um í Ghana, vafalaust með prófi
frá heimsfrægum háskóla í
Englandi, flúði land í ósköpum
til þess að losna undan juju-
galdri, sem einhverjir af fylgis-
mönnum Nkrumah forseta áttu
að hafa lagt á hann.
Á því leikur enginn vafi, að
galdur er enn ríkur þáttur í
lífi almennings í Afríku. Jafnvel
þeir, sem kristna trú játa, setja
einnig traust sitt á einhverja af
hinum eldri trúarsetningum, og
blanda þannig galdri hvíta
mannsins saman við galdur hins
svarta, eftir því sem á þarf að
halda og honum finnst sér eðli-
legt. Kirkjudeildirnar í Afríku
hafa nokkra tilhneigingu til að
efla bóklega mennt. En út-
breiðsla kristninnar, þótt allar
hinar kynlegustu trúargreinar
séu meðtaldar, nær ekki til nema
um 20 af hundraði hinna svörtu
íbúa. Múlíameðstrúarmenn eru
ef til vill 18 af hundraði. En þe>r,
sem eftir eru, 62 af hundraði,
setja traust sitt allt á liina fornu
guði og eru á valdi hins frum-
stæða ótta og langana.
Af eðlilegum ástæðum starfar
hinn menntaði stjórnmálamað-
ur í Afríku, eins og stjórnmála-
menn um allan heim, innan þess
ramma, sem lífsviðhorf almenn-
ings móta. í sumum tilfellum eru
fornar hégiljur notaðar af held-
ur mikilli kaldhæðni. Þegar dr.
Banda kom aftur heim flugleið-
is til Nyasalands eftir 40 ára
dvöl erlendis, til þess að taka
við forustu í sjálfstæðishreyfingu
lands síns, gekk nefnd frá ætt-
bálknum á fund hans og spurði,
hvort liann væri sá, sem spáð
hefði verið um i hinum fornu
fræðum og koma átti ofan úr
himninum og leysa Nyasa und-
an erlendum yfirráðum. Dr.
Banda, sem áður hafði numið
við háskólana í Chicago og Ed-
inborg, lýsti hátiðlega yfir því,
að hann væri einmitt hinn mikli
Kamuza, og sér bæri að hlýða
skilyrðislaust.
Annað dæmi svipaðs eðlis er
það, að þegar Nnamdi Azikiwe,
,.Zik“, liinn pólitíski jöfur í hinni
fjölbyggðu og mikilvægu Nig-
eriu, varð ósáttur við einn
hjálparmanna sinna, lagði hann
til, að þeir skyldu ganga undir
„Igbangdu“-athöfn, sem meðal
annars er fólgin í þvi, að máls-
aðilnr sjúga blóð hvor úr öðrum.
Mikil helgi er á athöfn þessari
meðal þjóðbræðra þeirra. Ráð-
gjafinn fékkst ekki til þessarar
athafnar, og er það almennt tal-
in orsök liess afhroðs, sem Zik-
menn guldu í næstu kosningum.
Þó er Azikiwe margfaldur há-