Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 36
44
Ú R VA L
þær auðveldlega klippt fingur
af manni.
Skjaldbökurnar eru ekki æv-
inlega seinar í snúningum. Marg-
ur hrekkjóttur strákurinn hefur
fengiö að kenna á því, að sumar
bit-tegundirnar geta verið æði
snöggar að glefsa, ef við þeim er
stjakað.
Til eru tegundir, sem geta
ferðazt undir yfirborði sjávar
með tuttugu mílna hraða á
klulckustund.
Það er fyrst og fremst kuld-
inn, sem hægir á allri lifsstarf-
seminni hjá skjaldbökunum. Þar
sem loftslag er kalt, grafa þær
sig í híði til sex mánaða. Þá
hverfur öndunin að mestu. En á
vorin eru þær fljótar að skríða
úr híðinu og fita sig' fyrir brund-
tíðina.
Skjaldbökur hafa verið notað-
ar talsvert til átu. Skjaldböku-
súpa er bekktur kjörréttur. Kjöt-
ið er lílct kjúklinga- eða kalkúna-
kjöti.
Árið 1902 settu Bandaríkja-
menn á stofn uppeldisstöðvar
fyrir sjóskjaldbökur í flóa ein-
um í Norður-Iíarolínu til að
bjarga nokkrum tegundum frá
tortimingu.
Árangur þessa er sá, að þess-
um tegundum hefur verið bjarg-
að, og árið 1957 voru sett ýms
friðunarlög stofninum til vernd-
ar.
Löngum hefur lítið verið vitað
um lifnaðarhætti sjóskjaldbök-
unnar, og enn í dag er margt
hulið fræðimönnum. En þær
halda áfram að lifa sínu kyrr-
láta lífi sem frá upphafi vega,
öruggar i sinni undursamlegu
hlífðarbrynju.
Hvaða eitur drakk Sókrates?
ÞAÐ er ekki vitað fyrir víst, hvaða eitur Sókrates var látinn
drekka. En almennt er haldið, að það hafi verið gert úr hinni
evrópísku vatna-óðjurt, Cicuta virosa, sem úr má vinna banvænt
eitur, eða hinni algengu óðjurt, Conium maculatum. Óðjurtar-
eitur lamar vöðva þannig, að fæturnir og niðurlíkaminn verður
fyrst máttlaus og svo mjakast lömunin ofar. Venjulega missir
maðurinn ekki meðvitund fyrr en brjóstkassinn lamast og andar-
drátturinn stöðvast. Hinn mikli spekingur Sókrates andaðist 399
f. Kr. Hann var sakaður um að spilla æskunni og útbreiða guð-
leysi. Hann sinnti i engu ákærunum, nema vísaði þeim á bug,
og var dæmdur til að drekka coneion, sem menn trúa nú, að
sé óðjurtareitur. •—- Information Roundup.