Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 172
180
ÚR VAL
hlyti aS veröa erindisleysa, og
að mér mundi ekki takast að
jafna sakirnar við morSingjann
þessu sinni, eins og' ég hafSi þó
gert mér vonir um. Reikna mátti
með þvi að morðingjahlébarðinn
hlyti einhverjar skrámur i þess-
ari viðureign, en varla svo alvar-
legar, að þær drægju úr löng'-
un hans i mannlegt hold, eða
hæfileikum hans til að verða sér
úti um það.
Kettlingurinn svaf hinn ró-
legasti við barm mér. Þegar birti,
reis ég á fætur, bar lík drengs-
ins aftur inn i geymsluskýlið og
vafði það lakinu, sem kom í stað
líkklæðanna og vakti síðan hús-
ráðanda. Ég var fáorður um at-
burði næturinnar, en kvaðst
þora að fullyrða, að þorpsbúar
þyrftu ekki framar að óttast
heimsókn morðingjahlébarðans,
afþakkaði teið, sem ég vissi að
mundi taka timann sinn að hita,
og lagði af stað.
Hvarvetna þar, sem ég gekk
um þorpin á leiðinni, þyrptist
fólk að mér og lét sér hvergi
bregða, þótt ég hefði ekki nein-
ar fagnaðarfréttir að færa. Það
var eins með hlébarða og menn
og allar lifandi verur, engum
varð i Hel komið fyrir sitt enda-
dægur; timi morðingjahlébarð-
ans var ekki enn upp runninn
og þar með var máliö leyst.
Merkilegt er það, hve athyglis-
gáfa manns fer eftir allri líðan.
Þegar ég hafði rætt við þetta
vingjarnlega fólk, drukkið te
hjá þvi og slakað á taugunum,
kom ég auga á slóð morðingja-
hlébarðans í leirflagi. Ég rakti
hana síðan og sá, að hann hafði
lialdið leiðar sinnar asalaust, en
greikkað sporið, þegar hann nálg-
aðist klettagilin fyrir ofan Gola-
brai. Þar hvarf slóðin.
Skotið út í myrkrið.
Þegar ég hafði hvílt mig
stundarkorn, farið í bað og mat-
azt, hélt ég aflur af staö; að
þessu sinni til Golabrai, þar eð
ég vildi vara punditann við
hættunni, sem nú vofði yfir pila-
grimunum, sem áttu næturstað i
skýlum hans. Okkur var vel til
vina, og ég átti aldrei svo leið
þar um, að ég hefði ekki nokkra
viðdvöl hjá honum. Pundit þessi
var eini maðurinn, sem vitað var
til að sloppið hefði lifs af úr
kjafti og klóm morðingjahlé-
barðans.
Það gerðist sumarið 1921,
fjórum árum áður en við kynnt-
umst. Síöla kvölds, heitasta tima
sumarsins, bar tíu pílagríma að
garði, en punditinn, sem ótt-
aðist að slæmt orð legðist á sælu-
hús hans, ef hlébaröinn banaði
fleirum en orðið var, reyndi að
telja þá á að halda förinni áfram
til Rudraprayag, þar sem þeir