Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 98
106
ÚR VAL
skólamaður, meS prófi í mann-
fræði frá þremur bandariskum
háskólum og aS auki meþódisti
aS trú.
ÞaS er auSvitaS auSvelt fyrir
hvitar þjóSir aS gleyma, hversu
mikið er um illa grundaSa skoS-
anamyndun hjá þeim sjálfum,
og falla því í þá gildru aS halda,
aS þetta hljóti aS stafa af því,
hve AfríkuþjóSir eru skammt á
veg komnar andlega. Þrátt fyrir
þetta ríkir talsverS rökhyggja
hið innra í hugarheimi Afríku-
búans.
Sálfræðingurinn Freud benti á
þaS, að trú negranna væri eink-
ar fullnægjandi fyrir áhangend-
ur sina, þar eð hún veitti svör
við öllu.
Animismi er grundvöllurinn
að hinum afríkönsku trúar-
skoðunum. Orðið er myndaS af
latneska orðinu „anima“, sem
þvðir sál. Allir hlutir, dauðir
eða lifandi, steinar, tré og dýr,
hafa ósýnileg innri sjálf, sem
gera hlutina að þvi, sem þeir
eru. Þessi sjálf hafa vitund, búa
yfir tilfinningum og geta hefnt
sin, ef þau eru áreitt. Ef maSur
veltir stórum steini, er hyggi-
legra af honum að þægja með
einhverju móti andanum, sem i
honiiTii bvr, ellesar má hann bii-
ast við skakkaföllum. Þeim mun
stærra sem bjargið er, þeim mun
meiri bölvun fylgir verknaðin-
um. Og sama máli gegnir um ár
og tré, skóga og þrumuský.
Þannig trúa AfríkuþjóSir á
eins konar alheimslegan innri
veruleika, og framhaldslíf eftir
dauðann er umyrðalaust talinn
sannleikur. Eftir likamsdauð-
ann fer sálin til stundardvalar
á himnum, en kemur svo aftur
til þess að bíða i nánd við bú-
staS fjölskyldu sinnar, unz hún
endurholdgast í fjölskyldunni og
fæðist á ný. í Afriku-byggðinni
erfiv barniS ekki eigindir for-
feðranna, heldur er einhver
þeirra.
Afríkubúinn stendur i miðri
andiegri veruþyrpingu, alltaf
milli vonar og ótta. Þar eð hann
trúir þvi, að athafnir manna
geti orkað á hegðan andanna,
hlýtur hann að geta gert þá sér
hliðbolla, látið þá hjálpa sér til
að öSIast það, sem hann girnist,
og jafnvel tortíma óvinum sin-
um. Á sama hátt getur óvinur,
sem náð hefur tangarhaldi á
öndunum, ráðið niðuriögum
hans með öllu. Fyrir því verður
Afríkubúinn ekki veikur, heldur
gerir andi eða einhver leyndur
kraftur, venjulega af manna
völdum, honum veikina. Jafn-
vel dauðinn, sem stundum er
hægt að forðast, er alls ekki
altaf eðlilegur. Maður deyr af
því. að einhver hefur beinlínis
stuðlað að því að svo yrði. —