Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 41
ÓLÖF RÍICA
49
urarson segir um þann atburð,
að „Ólðf lét betala blóði minni
klækiskap en þenna“, og er það
sagt sem sönnun þess, að Sigvaldi
hafi verið sonur hennar. Hann
settist að í Skaftafellssýslu og
varð kynsæll maður, kvæntist
aftur og átti við þeirri konu 14
börn. Eitt þeirra var Einar, faðir
Gissurar biskups Einarssonar í
Skálholti. Dóttir hans og Þuríð-
ar, er hann strauk austur með,
hét Halldóra og varð seinasta
abbadís ó Þykkvabæjarklaustri.
Hann var kallaður Sigvaldi
langalíf. Nú segja rannsóknir
síðari tíma, að Sigvaldi hafi alls
ekki verið sonur Ólafar Lopts-
dóttur, og sé þetta munnmæli
ein. En hvað sem um það er,
þá bera allar sagnir af uppvexti
Ólafar vitni um eitt, að hún hafi
verið alin upp i ríkidæmi og
eins og hæfa þótti konu, er erfa
skyldi einhver mestu auðæfi, er
þá voru til á íslandi. Hún hefur
verið mikilhæf kona og rikilát,
hafði sveina og meyjar til þjón-
ustu. Hún er sögð hafa verið há
vexti og þrekin. Allar sögur, sem
til eru um hana, bera þess vitni,
að hún hefur líkzt mjög hinum
fornu kvenskörungum á fslandi,
einkum þó Guðrúnu Ósvifurs-
dóttur.
Eftir að Iýkur sögum þeim,
er áður voru sagðar um æsku
hennar, geta heimildir ekki um
hana, fyrr en hún er gift. Það er
ef til vill ekkert undarlegt, en
það er gaman að hugsa til þess,
að með giftingu Ólafar Lopts-
dóttur og Bjarnar ríka Þorleifs-
sonar frá Vatnsfirði sameinast
tvær einhverjar ágætustu ættir á
íslandi. Björn Þorleifsson, mað-
ur Ólafar, var dóttursonur Björns
Einarssonar i Vatnsfirði, Jórsala-
fara, er mun hafa verið einhver
ágætastur höfðingi á íslandi á
14. ðld. Hann var sonur Grund-
ar-Helgu, er drepa lét Smið And-
résson um miðja 14. öld. Björn
Einarsson er sagt, að færi þrisv-
ar til Rómar og einu sinni til
Jórsala. Kona hans hét Solveig
Þorsteinsdóttir. Þeirra dóttir hét
Kristin, en sonur Þorleifur.
Kristín var heilsulítil í æsku og
Iá í rúminu. En er Þorleifur
bróðir hennar drukknaði, segja
sumir, að það hafi haft þau áhrif
á hana, að hún spratt upp og
kenndi sér eftir það einskis
meins. Hún giftist fyrst Jóni,
bróður Lopts ríka, og bjuggu þau
í Vatnsfirði, sem hún hafði erft
eftir föður sinn. En svo sem fyrr
var sagt dó Jón Guttormsson í
Svartadauða 1403, og bjó hún
eftir það i Vatnsfirði og var
kölluð Vatnsfjarðar-Kristín. En
síðar átti hún fyrir mann Þorleif
Árnason frá Auðbrekku, og
bjuggu þau um eitt skeið í
Hvammi í Hvammssveit. í ann-