Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 107
115
Svd^a eR L\í'ÍÐ
STEINUNN litla, 5 ára gömul,
sat i baði og blés sápukúlur. Sum-
ar urðu stórar og sprungu, aðrar
urðu litlar og sprungu samt. En
svo blés hún Þá allra stærstu og
í gleði sinni hrópaði hún:
— Mamma, mamma, komdu og
sjáðu ...
En lengra komst hún ekki, því
að þá hnerraði hún.
Pabbi hennar, sem kom inn í
þessu, sagði:
— Guð hjálpi þér, vina min.
Sú litla varð hugsi um stund, en
sagði svo:
— Pabbi, þegar ég hnerra, segir
þú guð hjálpi þér, en hvað segir
þá guð, þegar hann hnerrar?
- gl.
1 BEKK, þar sem mikið var af
stóru og stæðilegu fólki, en ekki
öllu stórgáfuðu né víðlesnu á góð-
ar bókmenntir, bar það eitt sinn
á góma, hver væri höfundur vísn-
anna „1 Hlíðarendakoti". Það
upplýstist, að hann hét Þorsteinn
Erlingsson og var alinn upp á
þeim bæ.
Af þvi tilefni spannst eftirfar-
andi samtal milli barnanna í
bekknum og kennarans.
Kennarinn: En kannizt þið þá
við einhvern, sem var alinn upp
á Hlíðarenda, næsta bæ?
Eitt barnanna: Gunnar á Hlíð-
arenda.
Kennarinn: En léku þeir sér Þá
ekki saman, þegar þeir voru litlir,
Gunnar á Hlíðarenda og Þor-
steinn Erlingsson?
Öll börnin rétta upp höndina.
Kennarinn bendir einum piltinum
að svara.
Pilturinn: Nei.
Kennarinn: Og hvers vegna
ekki, góði minn?
Pilturinn: Þeir voru óvinir.
NORÐLENZKUR BÓNDI var
að lesa húslesturinn, hátt og virðu-
lega. Lampi var í baðstofunni og
eitthvert pat í strákum, er sátu
við lampann, svo að stundum bar
á skugga, þar sem bóndi sat.
Bóndinn las: Og Jesú sagði við
lærisveina sína —• og farið þið frá
ljósinu strákar!
UM ÞAÐ LEYTI, sem um það
var talað í haust, að Rússar ætl-
uðu að fara að sprengja 50 mega-
tonna sprengjuna, kom reykvísk-