Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 159
MANNÆTUHLÉBARÐINN
167
þessi átti sök á, átti sér stað í
þorpinu Bainji, þann 9. júni 1918,
og síðasta mannsmorðiS, sem
hann hafði á samvizkunni,
framdi hann í þorpinu Bhain-
swarae, þann 14. april 1926, en
alls urSu þau 125 á tímabilinu
þar á milli. Og Garhwal getur
státað af því, að hlébarði þessi
hafi orðið frægari en nokkur
önnur skepna, sem um getur.
Skelfing.
Orðið „skelfing" er nú orðið
svo tiðnotað, að það nær ekki
tilætluðum áhrifum, þegar með
þarf. Ég vildi þó gjarnan geta
komið ykkur i skilning um hví-
líkri skelfingu — í þessa orðs
eiginlegustu merkingu — þau
fimmtíu þúsund manna, sem
bjuggu á „athafnasvæði“ morð-
ingjahlébarðans í Garhwal og
sextíu þúsund pílagríma, sem
árlega fóru þar um, voru haldin
á tímabilinu 1918—1926. Og það
fæ cg bezt gert með þvi að lýsa
öllum aðstæðum og svo þeim
orsökum, sem ullu skelfingu
þeirra.
Aldrei hefur nokkru valdboði
verið hlýtt jafn skilningslaust og
morðingjahlébarðans að Rudr-
apayag. Meðan sól var hæst á
lofti, gekk lífið hvarvetna sinn
vanagang, en strax undir sólar-
lagið, þegar skuggarnir fóru að
lengjast, tók það auðsæjum
breytingum. Þeir, sem voru að
starfa eða á ferð úti við í þorp-
unum eða nágrenni þeirra,
hröðuðu sér heim; mæður köll-
uðu kvíðaþrunginni röddu á
börn sín, og hvar sem sást til
ferða hinna göngumóðu píla-
gríma, kölluðu þorpsbúar til
þeirra og báðu þá koma sér
einhversstaðar í húsaskjól hið
bráðasta.
Þegar nóttin féll á, ríkti
hvarvetna grafarþögn og hvergi
sást sála á ferli. Sérhver þorps-
búi dvaldist innan læstra dyra;
sumir höfðu meira að segja sett
tvennar hurðir í útidyraganginn
til frekara öryggis. Þeir píla-
grímar, sem ekki höfðu verið svo
heppnir að komast í húsaskjól
hjá þorpsbúum, bjuggu um sig
í sæluhúsunum eins örugglega og
við varð komið. Og hvort heldur
menn voru innandyra i húsi eða
slíku skýli, þorði enginn að gefa
frá sér minnsta hljóð af ótta við
að vekja á sér athygli morðingj-
ans og mannætunnar hræðilegu.
Slik var skelfing íbúanna i
Garhwal og pílagrimanna, sem
lögðu þar Ieið sína um land. Og
ekki þarf að nefna nema nokkur
dæmi til að sýna og sanna, að síi
skelfing var ekki að ástæðulausu.
Geitahirðir af kynþætti hinn i
óhreinu, unglingsdrengur, svaf á
nóttunni í afgirtum bás innst viS
gafl í geitakrónni undir svefn-