Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 93

Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 93
OG NÚ KANN ÉG AÐ HLVSTA 101 ar. Hvað kom til, að ég gat ekki notið hinnar vinsælu tónsmíð- ar, „Ófullgerðu sinfóníunnar“ eftir Schubert? spurði ég sjálfan mig hálfsmeykur. Fram til þessa hafði ég bund- ið von mína við að finna svör við spurningum mínum í bókum um tónlist. Ég las nokkrar mér til ánægju, en engin þeirra gat leið- beint mér i þvi, hvaða tónskákl fullnægðu tónlistarþörf minni. Það var ekki fyrr en ég hætti að lesa tónlistarbækur og sneri mér í staðinn að bókum um hljómplötur, að ég tók einhverj- um framförum. Fyrsta bókin á þessum vettvangi, sem ég hafði gott af að lesa, var lítil bók eftir Martyn Goff. Síðan las ég aðra eftir Edward Salkville-West, og var hún mér til mikillar hjálpar i að velja mér hljómplötur. í bók þeirri benti höfundur- inn á, að „Piano Concerto“ eftir Grieg væri gott verk, en það tæki tíma að melta það. Vera má, að það eigi við mig, hugsaði ég. Það kom á daginn, að svo var. Og i þetta sinn var ég heppinn með hina síðuna á plötunni: „Sinfónisk tilbrigði“ eftir César Franck, mjög aðlaðandi verk. Nú lækkaði ég flugið og lenti á „Piano Concerto“ eftir Ger- shwin. Það var á þessu stigi málsins, að ég fann til samstöðu með seytján ára gömluin syni mínum, en hann var einmitt byrjaður að vona, að ég ætti eftir að fá áhuga á djassi. En fram til þessa hafði ég ekki verið ginnkeyptur fyrir slikum loddaraskap. Ég hélt áfram að fara að ráð- leggingum höfunda hljómplötu- bókanna, og i safn mitt bættist Rachmaninov, Saint-Saéns, ásamt Haydn, Mozart, Sibelius; enn- fremur var þar að finna hinn elskulega „Tveggja trompeta concerto“ eftir Vivaldi. Til þessa hafði ég ekki enn getað tileinkað mér Brahms eða neitt af hinum ensku tónskáld- um; ekki heldur þau frönsku að undanteknum Saint-Saéns. Ég segi „til þessa“, þvi vera má, að ég eigi eftir að kunna að meta þessa góðu menn ein- hvern tíma i framtíðinni. Ég er jafnvel á þeirri skoðun, að Brahms eigi ekki langt í land. En ég held, að Stravinsky, Mahler og Delius og margir fleiri séu langt utan múranna. Nú langar ef til vill einhvern til að gera þá athugasemd, að ég láti hugmyndaflugið hlaupa með mig í gönur; það sé ekki hægt að draga tónsmiði í dilka á þennan hátt. Jú, það er einmitt hægt. Og það er kjarni málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.