Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 130
138
UR VAL
HveitibrauSsdagarnir standa
allt aS tíu mánu'ðum, og á þeim
tíma fylgjast skötuhjuin með
hjörðinni, en hverfa inn í skóg-
inn á nóttunni til að njóta ástar-
innar, unz kýrin verður með
kálfi og missir allan áhuga á elsk-
huga sínum. Fáeinum mánuðum
síðar leitar kýrin félagsskapar
einhverrar eldri kýr, sem síðan
mun standa við hlið hennar, er
kálfurinn fæðist. En meðgöngu-
timinn er um 21 mánuður. „Ljós-
móðirin“ stendur vörð og ræðst
af tryllingi á allt, sem birtist,
meðan káifurinn fæðist.
Kálfurinn vegur um 100 kíló,
og hann getur staðið á fætur
eftir fáeinar mínútur og gengið
burt stuttu síðar. Alröng er sú
trú manna, að kálfarnir sjúgi
með rananum, af því þeir séu of
litlir til að ná með munninum
spenum móðurinnar rétt aftan
við framfæturna. Þeir sjúga með
munninum og slá rananum úr
vegi.
Ástríki fílanna á kálfum sínum
er mjög mannlegt. Þeir hjálpa
þeim, þegar farið er yfir vatn,
rifa niöur greinar, sem þeir kom-
ast ekki yfir, og refsa þeim fyrir
óhlýðni, ef nauðsynlegt reynist.
Dag nokkurn fylgdumst við
Bere með fjórum fílakúm og kálf-
um þeirra hjá Kasinga-skurðin-
um, sem tengir saman vötnin
Edward og George. Þegar litill,
feitur kálfur labbaði niður að
skurðbakkanum, rak ein kýrin
upp viövörunaröskur. Hann
skeytti þvi engu, heldur þvældist
um á bakkanum eins og lítill
strákur og reyndi að komast sem
næst brúninni. Skyndilega lét
bakkinn undan, og hann féll í
vatnið með skelfingarópi.
Kýrnar þustu á vettvang niður
að skurðinum og teygðu ranana
í áttina til kálfsins. En kálfur-
inn, sem maraði í kafi, var of
hræddur til að hafa vit á að grípa
ranana. Tvær kýrnar krupu á
bakkanum með afturendana í loft
upp, meðan hinar tvær létu sig
síga gætilega niður í vatnið. Hin-
ar siðarnefndu gátu svo komið
vigtönnunum undir kálfinn og
lyft honum nægilega til þess, að
hinar kýrnar gætu dregið hann
upp á bakkann. Ein kýrin, sem
greinilega var móðir kálfsins,
dró hann að sér og þreifaöi
kvíðafull um hann allan með
rananum, meðan hann þrýsti sér
upp að henni, kjökrandi og blás-
andi út úr sér vatni. En þegar
móðirin hafði gengið úr skugga
um, að honum hefði ekki orðið
meint af volkinu, rak hún hon-
um vel úti látið högg með ran-
anum og rak hann síðan burt
frá vatninu, öskrandi af reiði.
Merkilegt dæmi um móðurást