Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 85
LÍF Á ÖÐRUM HNÖTTUM
eina eða jafnvel tvær plánetur
meS lifi.
Það getur verið, að útkoman,
þrjú sólkerfi með þrjár eða í
mesta lagi sex plánetur með ein-
hvers konar líf —• kannski yfir-
mannlegt, kannski einungis skóf-
ir — innan 17 ljósára radíusar,
þ. e. meira en hundrað milljón
milljónir mílna, veki töluverð
vonbrigði. Þýðir það ef til vill,
að bezt sé fyrir okkur að gleyma
þessu öllu og taka okkur eitt-
hvað nytsamlegra fyrir hendur?
Ekki virðist Gadomski hugsa
þannig. Hann minnir okkur á
það, að einu sinni, ekki fyrir
mjög löngu, var sólin okkar miklu
heitari, og þá náði lífsvið okkar
miklu lengra en nú, ef til vill út
fyrir Júpíter. Jörðin var þá
innst á svæðinu, á þeim brenn-
heitu takmörkum, þar sem Venus
ríkir nú, og þá hefur einungis
verið líf í heimskautasvæðunum,
93
ef hér hefur þá verið nokkurt
líf.
En eftir því, sem tímar liðu,
færðist lifsviðið hægt og hægt
nær kólnandi sólinni, unz jörðin
komst í hina hentugu, núverandi
afstöðu sína, án þess að íbúar
hennar geri sér það ljóst, að
með hverjum deginum, sem líð-
ur, færumst við lengra og lengra
að hinum óbyggilegu, ytri tak-
mörkum lífsvæðisins.
Og hvað mun gerast á morg-
un? Á morgun -— og með því
hugtaki meinar Gadomski á
morgun i stjarnfræðilegum skiln-
ingi — mun Venus skipa þá af-
stöðu, er við búum að nú, Marz
verður útdauður eins og fros-
inn steinn, og okkar eigin hnött-
ur mun vera að hefja dauðastríð
sitt á yztu takmörkum lífsvæð-
isins. Síðan kemur næsti dagur,
er allt líf verður slokknað í sól-
kerfinu.
HÁTTVlSI er fólgin í að vita, hversu langt eigi að fara of
langt. — Jean Cocteau.
GÓÐGIRNI fæðir af sér góðgirni. ■— Sófókles.
VIÐ vitum hvað við erum, en við vitum ekki, hvað við getum
orðið. — Shakespeare.
UNDARLEGT, hversu mikið þú hefur fengið að vita, áður en
þú veizt, hversu lítið þú veizt. — Óþekktur.