Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 53
FYRSTA DAGBLAÐIÐ í HEIMINUM
61
meSal þess, er mesta athygli
vakti, voru hinir svokölluðu
slúðurdálkar.
'BlaSiS var hiS eina sinnar teg-
undar. Þess vegna tók Ágústus
keisari Acta Diurna Urbis eign-
arnámi, og var það’ síöan gefiS
út af fréttaþjónustu keisarans.
Hinn fyrsti keisaralegi aSalrit-
stjóri hét Caius Sextius Papirius
Martialis, sem jafnframt var yfir-
maSur hinnar fyrstu hersveitar
Skita. Hinn opinberi titill hans
viS blaSiS var Procurator
Augusti ab anta urbis. AS sjálf-
sögSu skrifaSi aSalritstjórinn
ekki blaSiS sjálfur, heldur hafði
hann sína aSstoðarmenn, er
nefndir voru liberti ab actis. Og
næstu yfirmenn þeirra (aðstoð-
arritstjórar) voru kallaðir adiu-
tor ab actis.
Caesar hafði þegar gert sér
grein fyrir áhrifavaldi frétta-
þjónustu á skoðanir manna. Um
þetta reit Cassius Lio á eftirfar-
andi hátt: .... „Caesar mælti
svo fyrir, að blaðið skyldi greina
frá því, er hann afsalaði sér
konungskrúnunni, sem konsúll-
inn bauð honum.“ Um þennan
sama atburð skrifar síðan sam-
tima Rómverji: .... „Afsal
krúnunnar var einungis loddara-
bragð, er leikið var gegn lýð-
ræðiskennd fólksins. En hins
vegar hafði þetta mikla póli-
tíska þýðingu og auglýsinga-
gildi.“ Þar eð mikilsvert var, að
fréttirnar bærust til fólksins i
viðeigandi mynd, var keisurun-
um mikið kappsmál, að t. d.
fréttir um málalyktir í öldunga-
ráðinu • birtust í sem fágaðastri
mynd. Jafnvel voru fréttir, sem
virtust í fyllsta máta saklausar,
umskrifaðar, til þess þær skyldu
ekki valda óró i rikinu. Tacitus
skrifaði: .... „Á valdatíma
Nerós dæmdi öldungaráðið í
máli manns nokkurs, Thrasea
Paetus, og þá biðu borgararnir í
afskekktum héruðum ríkisins og
hersveitir, er þar voru staðsettar,
með óþreyju eftir blaðinu til
þess að lesa þar, „hvað Thrasea
hafði ekki sagt og gert“.“ Þessari
fyrirfram ákveðnu „lagfæringu" á
fréttum beitti blaðið ekki aðeins
opinber ríkismál, heldur einnig
í hinum hversdagslegustu tíð-
indum.
Það þarf tæpast að taka það
fram, að ekki eru til nein heil
eintök af Acta Diurna Urbis. Að
vísu gaf hollenzki fræðimaður-
inn P. Pighius út hluta úr Acta,
en við nánari athugun lcom í ljós,
að þar var um fölsun að ræða.
Því miður hafa einungis varð-
veitzt slitrur einar af blaðinu.
Mestur hluti þess hefur komið
frá ræðum og bréfum Ciceros
(106—43 f. K.), úr keisarasög-
um Suetoniusar (á 3. öld e. Kr.),
bréfum Pliniusar (61—113 e.