Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 166
174
ÚRVAL
Ibbotson kveikti á oliulukt,
sem við höfðum meðferSis, og aS
því búnu klifum við niður úr
trénu með skotvopnin og veitt-
um dýrinu eftirför, en öskur
þess visuðu okkur leiðina. Þorps-
búar, sem höfðu vaknað við
öskrin og skotin, komu nú einn-
ig á vettvang og höfðu svo hátt,
að það kom ekki aS neinu gagni
þótt við reyndum að kalla til
þeirra að halda kyrru fyrir. ViS
fundum hébarðann í skoru milli
kletta í brekkunni; Ibbotson hélt
hátt luktinni og ég molaSi haus
dýrsins meS einu skoti, og um
leið voru þorpsbúar komnir þar
að, sungu og dönsuðu og kunnu
sér ekki læti fyrir fögnuði, er
þeir hugðu ógnvald sinn þarna
fallinn.
Enda þótt öll rök mæltu gegn
því, að þarna gæti verið um
annan hlébarða en morðingjann
að ræða, var ég ekki viss — á-
reiöanlega sá eini, sem ekki var
viss um það í þeirri fjölmennu
skriiðgöngu, sem myndazt hafði
á eftir þeim, sem báru hlébarð-
ann dauðan á stöngum á öxlum
sér heim að bústað mínum. Þeg-
ar þangað kom, hófust svo lang-
ar rökræður um þetta á milli
okkar Ibbotson, og tókst hvor-
ugum að sannfæra hinn. Daginn
eftir kom fjöldi manna úr ná-
lægum þorpum til að skoða
skepnuna, og nokkrir, sem sögð-
ust hafa séð morðingjann í lif-
anda lifi, fullyrtu að þar lægi
hann fallinn. Ég var samt ekki
viss, og bað alla að fara gæti-
lega á næstunni eins og áður, og
einnig bað ég Ibbotson að fresta
að tilkynna stjórninni, að tek-
izt hefði aS leggja morðingj-
ann að velli.
ViS sváfum væran næstu nótt,
en vorum vaktir árla morgUns;
þar voru á ferðinni fjórir sendi-
boðar, sem lcomu til að láta mig
vita, að morðingjahlébarðinn
hefði orðið konu að bana í þorpi
handan við fljótið, um það bil
mílu vegar frá Chatwapipal-
brúnni.
/ fárviðri uppi i farutré.
Ég var staddur á klettaklöpp-
um allhátt uppi í brekku fyrir
ofan þorp nokkurt; hafði rakið
þangað slóð morðingjahlébarð-
ans frá húsí einu, þar sem hann
hafði árangurslaust knúið dyra
um nóttina, en barn, þungt hald-
iS af hósta lá þar inni, og þurfti
minna við til að kalla hann á
vettvang. Tveir þorpsbúar komu
til mín; kváðust hafa heyrt í
hlébarða uppi í brekkunum
nóttina áður, svo ég ákvað að
hafast við uppi í grenitré næstu
nótt, eina trénu, sem þarna var
í grennd. Fór ég þess á leit við
þá, að þeir útveguðu mér geit
að ag'ni og hétu þeir góðu um