Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 135
HAGFRÆÐI LÍFSINS
143
algildu lögmáli, yfir garðinn,
þar sem hann er lægstur. Hinir
andlega sjúku — oft miklir valda-
menn — haldnir hatri og of-
stæki, verða farvegur fyrir þessa
útafflóun misgerða mannkyns-
ins. Þannig verða til styrjaldir,
ofsóknir og útrýming heilla
þjóða.
Með dauðadómi yfir Eich-
mann rís ný alda hefnda. Svo
mikið hatur, sem þar hleðst upp,
kemur yfir mannkynið aftur i
nýjum hryðjuverkum, og þannig
gengur það koll af kolli.
Með því að dæma Eichmann
einan fyrir svo stórkostlegan
glæp, er mannkyninu stungið
svefnþorn, með þeim dauðadómi
er hið raunverulega seka mann-
kyn sýknað. í heimsku sinni
færir það alla sökina á hinn
dæmda mann, sljóvgast fyrir
stærð og orsök glæpsins, og telur,
að með dauða Eichmanns sé frið-
þægt fyrir glæpinn og hann
gleymist. Sjálfur verður Eich-
mann hetja og píslarvottur hjá
þeim, sem enn eru haldnir þeirri
blindu, að trúa því að „hug-
sjón“ Eichmanns og skoðana-
bræðra hans geti frelsað heim-
inn, og enn ris alda haturs.
Hve lengi verður mannkynið
svo heimskt að skilja ekki, að
dauður líkami getur aldrei frið-
þægt fyrir neinn glæp, en máttur
hefndarinnar nær ekki lengra.
Andinn, sem líkamanum stjórn-
aði, þar sem glæpurinn var
skapaður og framkvæmdur, með
líkamann aðeins sem tæki, lif-
ir enn. Hann sleppur, fær jafn-
vel stærra svigrúm, þar sem
tregða líkamans hemlar ekki
lengur orku hans. Hann heldur
áfram að styrkja hið neikvæða
„element“ i framþróun mann-
kynsins með auknu veganesti,
þar sem hatrið fyrir likamsdauð-
ann bætist við. Þannig snýst
hefndin gegn skapara sínum. Með
því að deyða líkamann, sleppa
þeir manninum sjálfum.
Hvenær lærir mannkynið, að
það er enginn dauði til í þess-
um skilningi. Það vonda í mönn-
unum er ekki hægt að deyða
með dauða. Lífið þarf að koma
til. Lækning hins sjúka, eyðing
hins illa með hinu góða, það er
samræming og sajneining hugans
og athafnanna viS meginrök
lífsins.
Eichmann er fóstur hins nei-
kvæða „elements" mannkynsins.
Hann er sjúkdómur þess og ill
samvizka. Honum þarf að hjálpa.
Arið verðum öll að bíða eftir
Eichmann. Við komumst ekki
alla leið, nema hann komi með.
ísrael-þjóðin á nú stórt tæki-
færi. Allur heimurinn hlustar og
biður í ofvæni niðurstöðu þessa
mikla máls. ísrael-þjóðin á tæki-
færi til að framkvæma á eftir-