Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 160
168
U H VA L
stofu bóndans og fjölskyldu
hans. Sterk hurtS var fyrir
krónni, lokað með hespu, keng
og rammlega frá öllu geng-
ið, og sá bóndi alltaf sjálfur um
það á kvöldin, þegar búið var að
mjalta geiturnar, en geitahirðir-
inn velti allþungum steini fyrir
hurðina að innanverðu til frek-
ara öryggis. Dag nokkurn, þegar
bóndi vaknaði, stóðu dyrnar
opnar og geiturnar voru horfnar
bak og burt. Á hurðinni sáust
djúp merki eftir klær hlébarð-
ans — og geitahirðirinn ungi
var horfinn úr krónni, og bein
hans fundust seinna um daginn
í djúpu gili langt niðri í fjöll-
unum. Einhvern veginn hafði
hlébarðanum tekizt að losa titt-
inn úr kengnum, og svo leiftur-
snögg hafði árás hans verið, að
geitahirðirinn vaknaði ekki einu
sinni, svo hann gæti æpt á hjálp.
Bræður tveir, nautahirðar,
hugðu sennilega að hjörðin
mundi veita þeim vörn gegn
morðingjahlébarðanum og sváfu
i skjóli hennar innan girðingar
á nóttunni, ásamt unglingsdótt-
ur annars bróðurins. Nótt eina
vöknuðu þeir við að nautahjörð-
in hafði ókyrrzt og skruppu út
fyrir girðinguna til að athuga
hvað á seyði væri. Þegar þeir
komu inn i girðinguna aftur að
vörmu spori, sáu þeir að unga
stúlkan var horfin, en blóðblett-
ur á ábreiðunni, þar sem hún
hafði iegið. Nokkrar leifar
hennar fundust einnig langa leið
frá staðnum. Enn hafði lilébarð-
inn verið svo leiftursnöggur í
árás sinni, að fórnarlambi hans
gafst ekki tóm til að kalla á
hjálp, og jafnvel þótt nautahirð-
arnir væru á næstu grösum,
urðu þeir hans ekki varir.
Fjölmörg slik dæmi mætti
telja til að sýna og sanna ógn
þá og skelfingu, sem morð-
ingjahlébarðinn að Rudraprayag
olli meðal íbúanna í Garwhal.
Þess ber einnig að gæta, að fólk
þar er mjög hjátrúarfullt. Það
er því sízt að undra, þótt svo
væri almennt álitið, að djöful-
legur og ofurmáttugur andi hefði
tekið sér bústað í hlébarðanum,
gæti hann því jafnvel tekið ham-
skiptum í náttmyrkrinu og orð-
ið hin ferlegasta illvættur. Ég
tel mig ekki hjátrúarhneigðan.
Þó verð ég að játa, að þegar ég
hafði legið í leyni fyrir morð-
ingja þessum nóttum saman —
einu sinni tuttugu og átta nætur
samfleytt — kom það fyrir, að
mér fannst ég skynja návist hans
í myrkrinu sem óvættar, er gædd
væri yfirnáttúriegri grimmd
og slægð; fylgdist með hverri
hreyfingu minni og biði tæki-
færis að koma mér að óvörum
og læsa hvössum vígtönnunum
leiftursnöggt að barka mér.