Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 75
ÞÚ ERT EKKl ALLTAF JAFN GÁFAÐUR
83
Rannsóknir hafa leitt i Ijós,
aö heilinn getur ekki starfað
með fullkomlega eölilegum hætti,
nema til hans berist nægilegt
magn af súrefni og blóði. Það er
ekki sama hvernig menn sitja
við vinnu sína. Þess vegna ættu
menn að temja sér stellingu, sem
gerir mönnum auðvelt að anda
djúpt, og heppileg er, til þess
að blóðið berist óhindrað um
líkamann. Einnig skyldu menn
leggja stund á nægilegar líkams-
æfingar til þess að örva blóðrás-
ina.
Athuganir, sem framkvæmdar
voru við University of Oregon
Medical School, sýndu, að stutt
öndun — eða eitthvað annað,
sem takmarkar súrefnismagn
líkamans —- veldur því, að heila-
sellurnar starfa verr en ella.
Ófullnægjandi blóðrás hafði
sömu áhrif.
Við Háskólann í Illinois kom i
Ijós við rannsóknir, að menn
leystu gáfnapróf mun Iakar en
ella, ef eitthvað hindraði eðlilegt
súrefnismagn. Rannsóknir þess-
ar leiddu einnig í Ijós, að and-
leg starfsemi grannvaxins fólks
var oft minni en hún hefði getað
verið, sakir þess að fólkið hafði
vanið sig á óheppilega öndun.
Þetta hefur minni áhrif á hinn
lága, þrekvaxna mann, vegna
þess að lungun hafa þar betri
starfsskilyrði.
Hefur mataræði áhrif á hugs-
unina,?
Já. Ef menn óska þess að fá
sem mesta starfsemi heilans, hafa
vísindalegar athuganir leitt i
Ijós, að vandlega hugsað matar-
æði er mjög þýðingarmikið. Því
meir sem vikið er frá þvi, þeim
mun meiri líkindi eru til þess,
að það komi fram í lakari heila-
starfsemi. Til dæmis um þetta
má nefna athuganir, er fram fóru
á vegum Háskólans í Minnesota,
þar sem menn voru settir á lítt
nærandi matarkúr, en siðan voru
lagðar fyrir þá alls konar hug-
arþrautir til lausnar. Hjá næst-
um 90% þeirra, sem prófaðir
voru, kom i Ijós, að andlegri
starfsemi þeirra hafði hrakað
til muna.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt,
að hæfileiki meðalmanns til
andlegra starfa er minni, ef hann
hefur byrjað daginn með ófull-
nægjandi morgunverði.
Geta menn frekar hugsað, ef þeir
einbeita sér geysilega?
Andstætt trú manna er þessu
ekki þannig farið. Rannsóknir,
framkvæmdar af sálfræðingnum
Dr. David Harold Fink, sýna, að
áköf einbeiting verður til þess
að draga úr hugsanahraðanum.
Ástæðan er þessi: Því ákafar
sem menn einbeita sér, því
spcnntari verða þeir. Spennan