Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 78
8(5
Ú R V A L
hans til að setja fram hugsanir
sínar.
Því gáfaðri sem maSurinn er,
þeim mun mikilsverðara er fyrir
hann að þekkja nægilegan fjölda
orða til að tjá hugsanir sinar
nákvæmlega.
Þetta er í aðalatriðum ástæSa
þess, aS menn, sem búa yfir góð-
um gáfum, virðast ráða yfir
meiri orðaforða heldur en menn,
sem gæddir eru minni hæfileika
til andlegra starfa. Þetta gerist
af sömu ástæðum og húsgagna-
smiðurinn hefur nákvæmari
verkfæri en sá sem grófa smiði
annast.
Grófsmiðurinn gæti jafnvel
innt betra starf af höndum, ef
hann hefði öll verkfæri hús-
gagnasmiðsins, en verkfærin ein
gera hann á alls engan hátt jafn-
nákvæman smið. Sama regla
gildir um samband orðaforða og
skynsemi.
Hjörturinn og byssan.
Veiðimenn í fjöllunum í Vestur-Kanada hittu eitt sinn mann
nokkurn, sem var að rekjá slóð eftir hjartardýr í snjónum. Mað-
urinn var byssulaus og spurðu þeir hann því, hvað hann vildi
hirtinum svo illa búinn. Hann sagði þeim þá sínar farir ekki
sléttar.. Hann og vinur hans voru á veiðum og sáu stóran og
hornprúðan hjört. Hann skaut og hjörturinn stakkst á blettin-
um. Þeir fóru nú að skoða veiðina og dást að henni, og sá,
sem skotið hafði, spurði vin sinn: „Heldurðu ekki, að hornin
verði gott hengi fyrir byssuna mína?“ Og til þess að ganga úr
skugga um þetta, hengdi hann veiðiriffilinn kyrfilega á greina-
mörg hornin og vék nokkra metra frá til Þess að virða þetta
fyrir sér. En Þá stóð hjartarófétið upp skyndilega, hristi hausinn
og tók á rás með riffilinn á hornunum. — Reader's Digest.
Rosabaugur um tunglið.
ÞAÐ er gömul trú, að rosabaugur um tunglið bendi á versn-
andi veður, rosa. Veðurfræði nútímans telur, að svo þurfi alls
ekki að vera. Rosabaugur gefi líklega ekkert til kynna um veðrið.
— Information Roundup.