Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 110
118
Ú R V A L
virðist hafa rénað aftur og jarð-
skjálftarnir líka. 15. febrúar 1875
fóru menn inn eftir og sáu gjós-
andi gíga, og mikið jarðrask og
heyrðu drunur og bresti. Loks
kom svo aðalgosið páskadaginn
29. marz árið 1875. Pálmi Hann-
esson rektor segir svo frá þvi:
„Þá um morguninn var stillt
veður um Norðausturland, en
vesturloftið allt hlaðið heldimm-
um blikum. Færðust þær óðfluga
yfir, en að sama skapi dró úr
dagsljósinu. Um dagmálabil gekk
öskumökkurinn’ yfir, og fylgdi
hráslagakuldi. Skall svo á kol-
svart myrkur, og dreif ösku nið-
ur ákaflega. Vikurmolarnir gerð-
ust stærri og stærri, svo að þar
kom, að hnefastórum stykkjum
rigndi niður á Jökuldal, en er
iengra dró frá, urðu þau auðvit-
að smærri. Þrumur og reiðar-
slög dundu i sifellu, eins og
væri loftið að tætast sundur,
og eldingarnar leiftruðu í sort-
anum. En þess á milli var
myrkrið svo sótsvart, að ekki
sá hvítt pappírsblað i hendi sér.
Loftið gerðist svo rafmagnað, að
hrævareldar loguðu á húsaburst-
um, staurum og stöfum, jafnvel
á fingrum manna, ef út voru
réttir. Á meðan þessum ósköpum
fór fram, voru margir menn utan-
húss. Höfðu þeir lagt af stað þeg-
ar augljóst var, að hverju fór,
til þess að reyna að bjarga fénaði
i hús, en allar skepnur voru sem
örvita af ótta og jafnframt hálf-
blindar af öskunni, svo að engu
tauti varð við þær komið. Urðu
menn því að láta fyrir berast,
hvar sem þeir fundu afdrep fyrir
hinni ægilegu vikurhrið, og hef-
ur líðan þeirra naumast verið
góð, er heitum öskusalla og
hnefastórum vikurstykkjum hlóð
niður allt umhverfis þá, en öll
vit full af brennisteinsólyfjan.
Þó mun hafa verið hrikafagurt
að horfa á þann hamstola leik,
er himinninn nötraði af Þór-
dunum og leiftrin ristu fleyg-
rúnir í hið mikla myrkur. Um
hádegisbil tók að rofa til, og
leið þá ekki á löngu, áður en
öskufallinu létti. Eftir það féll
sama sem engin aska í byggð-
um, en ekki komst kyrrð á i
Öskju fyrr en löngu síðar og
allan aprílmánuð sáust gosmekk-
ir yfir Dyngjufjöllum. Þegar
birti til eftir öskufallið var ömur-
legt um að litast á Austurlandi.
Sólin skein dapurlega gegnum
gosmistrið, rauð eins og blóð,
og lýsti á grábleikan vikurhjúp-
inn, sem lá yfir landinu allt milli
Smjörvatnsheiðar og Berufjarðar,
en upp úr öskunni lagði megna
brennisteinssvælu. í fyrstu var
öskulagið jafnfallið 5—20 sm að
þykkt, en siðan tók vindurinn að
bera öskuna saman i stóra skafla,
sem fylltu lægðir, en stífluðu