Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 153
KRAFTAVERKIÐ Á SJÚKRASTOFUNNI
161
mundi þetta barn aldrei aftur
gera, hugsaði ég vonsvikin. Frá
öðru herbergi heyrði ég grát,
söng og hlátur i eldri börnum.
Þegar ég leit niður á barnið,
þóttist ég skyndilega viss um,
að litarháttur þess hefði batnað.
Gæti þetta stafað af morgun-
skímunni? Mig verkjaði i augun
af svefnleysi, og handleggirnir
voru dauðsárir. Ég hætti sem
snöggvast og lagði höndina á
brjóst barnsins.
„Ó,“ sagði ég. Ég hafði greint
örlitla hreyfingu undir hend-
inni.
„Ó, guð, getur þetta verið?“
Þegar ég tók höndina burt, kom
það aftur, ■—■ örlítið andvarp,
—- og aftur!
Ég reyndi að laga hreyfing-
arnar eftir þessum veikburða,
næstum ómerkjanlega andar-
drætti og tár þreytu og léttis
hrundu niður kinnar mínar.
„Guði sé lof,“ sagði ég.
Svo nuddaði ég handleggi og
fætur barnsins til þess að reyna
að örva blóðrásina, en enn þá
var ég þó full efa.
Loks tók ég þó i mig kjark
til að þreifa eftir slagæðinni,
og eftir langa stund gat ég greint
veikan, óreglulegan slátt hennar.
Nú samræmdi ég hreyfingar
handanna hinum æ sterkari and-
ardrætti og gleymdi jafnframt
þreytunni og verkjunum i lík-
ama mínum. Andlit barnsins
hafði nú breytt svolítið um lit-
arhátt, blái liturinn hafði þokað
fyrir öðrum Ijósari, næstum
hvítum lit. Augun kipruðust
saman, eins og beint væri að
þeim sterku ljósi, en kyrrðust
svo aftur. Augnalokin titruðu
andartak, augun hálfopnuðust,
en lokuðust síðan aftur.
Djúpir skuggar umluktu þessi
augu. Þau báru merki um langa
og harða baráttu við dauðann,
en sú barátta hafði unnizt! Það
kom hreyfing á andlitið, og
barnið gaf frá sér örlítið, veik-
burða kjökur, dásamlegasta
hljóð, sem ég hef nokkurn tíma
heyrt.
„Guð minn góður,“ sagði ég
upphátt, „þetta er dásamlegt.“
Ég setti visifingur minn í
lófann á barninu og horfði á,
hvernig fingurnir reyndu að
kreppast um hann. Barnið and-
aði nú hjálparlaust, en ég varð
þó að þrýsta á brjóst þess við
og við til að létta undir. Augun
opnuðust til hálfs, og ég talaði
til barnsins í hálfum hljóðum:
„Þetta hefur verið ósköp erfið
barátta fyrir þig, veslings litla
barn, en guð má vita, að ég er
stolt af þér. Kannski mun ég
einhvern tíma skilja, hvað hefur
gerzt síðastliðna klukkutíma, en
þú munt aldrei fá að vita um
það.“