Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 94
<$■----------------------------------------------------'«>
Þar eru engin blöð og engar borgir
BHUTAN er enn einn af af-
kimum veraldarinnar. Það
lifir að hálfu eða meira
en það í fortíðinni, en fólk þar
fylgist þó allvel með því, sem
er að gerast í heiminum.
í norðri eru Himalajafjöll og
Tibet, í vestri Sikkim, indverskt
verndarsvæði, en sjálft Indland
í suðri og austri. Bhutan er 18
þús. fermilur að flatarmáli,
mikill hluti landsins fjöll og
frumskógar, en byggðirnar eru
helzt í dölunum meðfram
ánum. Ibúar landsins eru
taldir vera 700 Þúsund og
lifa góðu lífi. Þar er nóg að
bíta og brenna og flestar fjöl-
skyldur eiga tvö íbúðarhús:
annað, sem þær búa í yfir vet-
urinn og er það niðri í lágdöl-
unum og svo sumarhús, sem
stendur hærra i dalskorunum
eða uppi í hlíðum.
1 Bhutan eru engar eiginleg-
ar borgir, byggðirnar eru
dreifðar um dalina, húsin
standa í Þyrpingum hingað og
Þangað. Höfuðborgin, sem. svo
er kölluð, heitir Thimbu, og
stendur við Wongá tiltölulega
skammt fyrir suðaustan Chom-
olhari, einn af fegurstu fjall-
risum Austur-Himalaja.
Trúarbrögð Bhutanbúa eru
blönduð, þótt aðaltrúin sé
Bhúddatrú. Þar eru einnig
Hindúatrú og hin forna Bon-
trú. Flestar fjölskyldur láta
einn af sinum meðlimum ganga
í klaustur og leggja fyrir sig
guðrækni og menntir, en
stjórnin reynir fremur að
draga úr því nú orðið.
Hollustuhættir eru ekki góð-
ir, enda enn hjátrú ríkjandi í
hugmyndum manna um lækn-
ingar. Blóðsótt geisar tíðum og
er mannskæð. Tveir indverskir
læknar eru nú starfandi þar og
nokkrir lyfjafræðingar.
Landinu er stjórnað af kon-
ungi, sem nú er 33 ára gamall.
Hann er vel menntaður og
framfarasinnaður. Drottning
hans er menntuð í Englandi.
Hann hefur einræðisvald, en
honum til ráðuneytis er þing.
Nokkrar rafstöðvar hafa
verið reistar, þar er og útvarps-
stöð, en engin dagblöð, nema
gömul indversk dagblöð, sem
þangað berast, svo og vestræn
myndatimarit. 1 landinu eru
heldur ekki til neinar póstaf-
greiðslur og engar búðir, sem
kallazt geta. Menn þekkja hjól-
ið, en nota það ekki, þó fólk
tali um skýjakljúfa og önnur
undur samtíðarinnar, lifir það
enn í fortíðinni.
— Skv. Geographic Magazine.
— Úr National Geographic. —
W-7---------------------------------------------------------------
102