Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 100
108
URVAL
hreinar andstæður. Máttur töfra-
læknisins er verndarafl, til góðs
fyrir fólk, þ. e. ,,hvítur“, en
galdramaSurinn fer með svarta
galdur. Þess vegna nýtur nganga
mikils álits i samfélaginu, er aS
mannvirSingum á borS við sjálf-
an höfðingjann. Oft er hann mið-
ill, sem fellur i trans, og nær-
fellt altaf segir hann fyrir ó-
orðna huti. Hann er sérfræðing-
ur i að finna og bægja frá svarta
galdri og áhrifum hans, og slyng-
ur aS gæða gripi orku heilla og
verndar. Hann kann að fara með
lyfjahorn, og veit allt um dansa,
tón og grimur. Og notkun og
hirðingu lífgrasanna i skóginum,
jurtanna sjálfra, berja og ann-
arra efna, sem til falla i náttúr-
unni, þekkir hann i smáu og
stóru.
Bæði hvitur galdur og svartur
hafa áhrif á hegðun manna og
heilsu. Hvernig má það vera? —
Állt, sem töfralæknirinn á, er
með nokkrum hætti læknisdóm-
ur. Og á sama hátt er allt, sem
tilheyrir galdramanninum þrung-
iS eituráhrifum. En aðaliega eru
áhrif hins dulda máttar fólgin i
ímyndun mflnnsins. Ef maður
veit af því að galdramaSur hef-
ur magnað honum seið — og
venjulega lætur sá hinn sami
söguna berast, — og trúir á gald-
urinn, sleppur hann ekki við
skaða, nema hann fái trú á, að
hann geti staðizt hin illu áhrif.
Þá trú fær hann helzt af liinum
iihvítii“ ráðum töfralæknisins.
Framfarirnar koma hægt í
Afríku, en þær koma. Fyrir
þrjátíu árum þegar brezku yfir-
völdin í Accra vildu ræsa fram
hiS óþrifalega Korlelón í Accra,
og gera þar höfn, risu þeir, sem
búa kringum lónið, öndverðir
og mótmæltu. Þess vegna var
höfnin byggð hjá Takoradi. Fólk-
ið andmælti verki þessu af þvi,
að það hugði, að andi lónsins
yrSi því reiður og gerðist böi-
valdur þess, ef hróflað yrði við
riki hans. En nýlega, er hin
þeldökka stjórn Ghana lýsti yfir,
að hún hygðist nú leggja i þess-
ar framkvæmdir, komu furðu
lítil mótmæli, ekki einu sinni
frá prestinum, sem þjónar anda
lónsins.
Vafalaust mun kynngi halda
áfram aS orka sterklega á af-
stöðu Afríkubúa til Ameríku-
manna og Evrópumanna. Og
hverju veldur þetta um afstöðu
Vesturlandamanna til þeirra?
Bezt er sennilega aS biða og
stuSla að uppeldi og menntun
Afrikufólksins. Og sennilega er
líka bezt fyrir vestrænar þjóðir
að gera sér þess Ijósa grein, að
í mörgum tilfellum eru þær að
kljást við hjátrú og hindurvitni.
Fyrr hefðu þær gjarnan átt að
skilja það.