Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 175
MANNÆTUHLÉBARÐINN
183
um aftur í skyndi. Af bjöllu-
kliðnum mátti ráða, að geitin
væri ósærð.
Nokkrum klukkustundum síð-
ar gægðist máninn upp fyrir
fjallaskörðin, en ekki varð ég
neins vísari fyrir skímuna af
honum, og það var ekki fyrr
en birta tók af degi, að ég á-
ræddi ofan úr trénu. Ég veitti
þegar athygli blóðrák á klöpp,
skammt frá geitinni, og er ég
hafði athugað hana, þóttist ég
vita að hlébarði, sem væri svo
sár, mundi ekki hafa lifað nema
i nokkrar mínútur. Ég lét því
alla venjulega varkárni lönd og
leið og rakti hiklaust slóðina.
Ég klöngraðist niður klappirn-
ar og hafði ekki farið nema um
þrjátíu metra, þegar ég sá hvar
hlébarðinn lá afvelta og dauður
niðri í gjótu. Og að þessu sinni
var ég ekki í minnsta vafa um,
að þarna væri um morðingja-
hlébarðann, mannætuna og „ill-
vættina" að ræða. Þetta var
gamall karlhlébarði, ekkert frá-
brugðinn bræðrum sinum að
öðru leyti en því, að hann hafði
eklci neina veiðikampa og var
grár á granir. Þarna lá hún þá,
illvætturin, sem um margra
ára skeið hafði veriö hötuð
meira en nokkur skepna önn-
ur og valdið meiri ótta og skelf-
ingu en nokkurt annað rándýr
— ekki fyrir það, að hún hefði
brotið lögmál náttúrunnar, held-
ur sökum þess að hún hafði
gerzt brotleg gagnvart mönn-
um og úthellt blóði þeirra, gagn-
stætt mannlegum lögum, ekki af
hatri gegn mönnum eða glæp-
samlegum uppreisnaranda gegn
lögum þeirra, heldur eingöngu
til að seðja hungur sitt.
Ég heyrði hóstað lágt fyrir aft-
an mig. Þar var punditinn kom-
inn. Þegar ég sagði honum, að
illvætturin, sem eitt sinn hafði
bitið hann á barkann, lægi þarna
dauð, laut hann mér og vildi
kyssa fætur mína. Brátt dreif
hóp manna þarna að, pílagríma
og þorpsbúa, og innan skamms
hafði morðingjahlébarðinn ver-
ið borinn á stöngum alla leið
upp á veröndina á bústað mín-
um. Ibbotson var ekki vaknað-
ur, þegar skrúðgönguna bar að
garði, en þaut fram úr með and-
fælum, faðmaði mig að sér, skip-
aði að mér skyldi tafarlaust bor-
ið te og búið heitt bað og las
hraðritara sínum þvinæst fyrir
simskeyti til stjórnarvaldanna,
dagblaðanna og systur minnar.
Ibbotson hafði að undanförnu
sætt allharðri gagnrýni af hálfu
yfirboðara sinna og dagblað-
anna fyrir það, að morðingja-
hlébarðinn skyldi enn leika
lausum hala, og var því sizt að
undra, þótt hann væri ánægður