Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 169
MANNÆTUHLÉBARÐINN
177
inni, og gengið af lienni inn í
herbergin. Upp á veröndina lágu
nokkur steinþrep fyrir miðri
byggingunni og umhverfis hana
alla lá allbreið stétt, lögð stein-
flögum.
Sonur nágrannans, sem gekk
fyrstur upp þrepin, veitti því
athygli, að einhver allstór skepna
lá fyrir innan dyrnar að einu
herberginu, þar sem var íbúð
ekkjunnar, hugði að það væri
hundur og sinnti því ekki nánar.
Dóttir ekkjunnar gekk næst
honum upp þrepin, þá ekkjan
og sonur hennar síðastur. Iivor-
Ug mæðgnanna virðist hafa tekið
eftir dýrinu, þegar þær gengu
fram hjá dyrunum, inn i eld-
húsið, en allt í einu heyrði ekkj-
an dynk úti fyrir á þrepunum,
leit út og sá vatnsbrúsann, sem
sonur hennar hafði borið, velta
niður steinþrepin, en hann
sjálfan sá hún hvergi. Hún kall-
aði á hann, en hann svaraði
ekki, og þegar hún leitaði hans,
reyndist hann hvergi finnanleg-
ur i grennd við húsið. Nágrann-
arnir komu á vettvang, er þeir
heyrðu köll hennar; datt þeim
helzt i hug að drengurinn hefði
falið sig í kjallaranum, og þar
sem mjög var tekið að rökkva,
var kveikt á Ijóskeri og leitað
þar, en árangurslaust. Þegar út
kom, veitti maðurinn. sem á
ljóskerinu hélt, athygli hlóðslett-
um á steinflögunum; var blóð-
ferillinn síðan rakinn bak við
húsið, yfir garðinn og yfir
steinvegg, sem ekki var hár úr
garðinum, en full átta fet af brún
hans og niður á akurinn fyrir
handan; þar var jarðvegur gljúp-
ur og mátti greinilega sjá þar
spor hlébarðans, þar sem hann
hafði komið niður úr stökkinu.
Um leið og fólk g'erði sér ijóst
hvað orðið var, hófu konur
harmakvein, en karlmenn börðu
trumbur til þess að fæla hlé-
barðann brott og aðrir gripu til
skotvopna sinna. Morðingjahlé-
barðinn hafði aldrei gert vart
við sig í þessu þorpi áður eða
nágrenni þess, en vitanlega
þekktu allir hann af afspurn.
Þegar birta tók af degi, fannst
lík drengsins, og tveir menn
voru sendir til Rudraprayag til
að gera mér viðvart.
Ekkjan, móðir drengsins, bauð
mig velkominn, og þegar ég var
setztur að tedrykkju úti í garðin-
um og virti fyrir mér allar að-
stæður, fannst mér ótrúlegt, að
hlébarðinn skyldi hafa getað
farið þarna um í dagsbirtu, án
þess nokkur veitti því athygli
— og þó ótrúlegasta, að hundarn-
ir skyldu ekki hafa orðið neins
varir. Þegar ég hafði lokið te-
drykkjunni, rakti ég slóð hlé-
barðans frá því nóttina áður.
Hann hafði stokkið með bráð