Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 27
NÝ ÞEKKING UM ARFGENGA SJÚKDÓMA
35
ræða, þar sem þau ættu fyrir
tvær alheilbrigðar telpur, og
ekki væri vitað um neinn hvít-
ing í ættinni.
En þau hjónin voru ennfrem-
ur frædd á því, að venjulega
væru það víkjandi eiginleikar,
sem orsaka hvítuna. Báðir for-
eldrarnir þurfa að hafa sama
erfðastofn, svo eiginleikinn geti
komið fram á afkvæminu. En
víkjandi eiginleikar geta legið
niðri í marga ættliði.
Ef fólk hefur grun um, að arf-
gengir sjúkdómar séu í ættinni,
ætti það að ræða við lækninn
sinn. Ef hann telur sig ekki nógu
fróðan um þessa hluti, þá er
honum hægurinn hjá að vísa á
erfðafræðing.
Hvað er um sálræna sjúkdóma
að segja — eins og hugklofnun
(schizophrenia) og vitfirringu?
Því er til að svara, að erfðir
geta komið til greina í báðum
tilfellum. Ef báðir foreldrarnir
þjást af hugklofnun, eru líkurn-
ar til að börnin erfi sjúkdóm-
inn einn á móti einum — eða
jafnar líkur til heilbrigðis og
sjúkleika.
Er andlegur vanþroski arf-
gengur? Orsakir andlegs van-
þroska eru ein af stóru gátunum
í læknisfræðinni, en vitað er,
að vissar tegundir eru arfgengar.
En hvað um skapgerðareigin-
leika og gáfur? Börn hafa til-
hneigingu til að likjast foreldr-
um sínum hvað gáföafar snertir,
en þekkingin nær ekki það langt,
að hægt sé að slá neinu föstu í
þessum efnum. Og enn þá minna
er hægt að segja um persónuleik-
ann og skaphöfnina. En ástæða
er til að ætla, að sitthvað gangi
í arf frá kynslóð til kynslóðar
á þvi sviði.
Er hægt að koma í veg fyrir
arfgenga sjúkdóma? Það er ó-
hætt að vera bjartsýnn á það.
Tökum sykursýki til dæmis.
Móttækileiki eða næmleiki fyrir
sykursýki gengur í erfðir, en
ekki sjúkdómurinn sjálfur.
Hjá fólki, þar sem þessi sjúk-
dómur er ættlægur, geta viðeig-
andi lyf og meðferð dregið úr
sjúkdómshættunni. Offita er oft
samfara sykursýki, og þeir sem
vita um sjúkdóminn í ætt sinni,
ættu því að gæta hófs í mat.
Og með reglubundnum læknis-
skoðunum uppgötvast sykursýki
á byrjunarstigi fljótlega, og við
það er mikið unnið.
Illkynjað blóðleysi, sem fyrr-
um reyndist banvænt í flestum
tilfellum, er nú orðinn viðráð-
anlegur sjúkdómur. Það er til
mikillar hjálpar varðandi þessa
veiki, að viss breyting á sér
stað í meltingarvökvunum áffur
en sjálfur sjúkdómurinn byrjar