Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 35
LANGLÍFASTA DÝR JARÐARINNAR
jör'ðina. í dag eru til yfir 300
tegundir, og eru stærðirnar
margbreytilegar.
Stærsta tegundin vegur 1500
ensk pund, en hugsanlegt er, að
hún hafi verið fjórum sinnum
þyngri i fornöld.
Steingervingar sýna, að þró-
unarsaga skjaldbakanna nær
lengra en 60 milljón ár aftur
í tímann, en öll önnur skriðdýr
hafa tekið meiri breytingum og
sum horfið með öllu.
Ein ástæðan fyrir því, hve
skjaldbökur eru lifseigar, er
skelin, sem þær draga sig inn
i, þegar hættu ber að höndum.
Skelin hefur þróazt upp í það
að verða hinn ágætasti hlífðar-
skjöldur.
Ef á þarf að halda, geta sjó-
skjaldbökurnar haldið sig tím-
um og jafnvel dögum saman
undir yfirborði vatns eða sjáv-
ar. Þá hreyfa þær sig hægar en
noklcurn tíma annars, enda er
þá súrefnið í lungunum til orku-
eyðslu af skornum skammti.
Sumar tegundirnar geta verpt
allt að 200 eggjum i einu. Venju-
lega eru þau grafin i jörðina, svo
að eggjaræningjar í ríki náttúr-
unnar geti ekki náð til þeirra.
Skjaldbakan hefur skotið öll-
um skyldum eðlutegundum ref
fyrir rass og náð að lifa fram á
tíma mannsins, — en til þess
eins að fá það orð á sig, að hún
43
sé heimsk og dauðyflisleg úr
hófi fram.
En biðum við! Skjaldbakan
er hvorki heimsk né dauðyflis-
legt dýr. Jafnvel Indíánarnir til
forna vissu það. Og meðal þeirra
er til þjóðsaga um það, að í
kapphlaupi einu við hjört hafi
skjaldbaka unnið sigur með viss-
um brögðum, sem hún beitti með
aðstoð maka síns.
Ýmsir frumstæðir þjóðflokkar
telja skjaldbökuna skynsamt og
árvökult dýr, sem sleppi ævin-
lega heilt á húfi úr hverri við-
ureign við sterkari andstæðinga.
Indíánarnir höfðu svo mikla
trú á skjaldbökunni, að þeir
trúðu þvi, að jörðin hvildi á
gríðarstórri skjaldbökuskel. Þeir
gátu ekki hugsað sér traustari
grundvöll.
Á margan hátt eru sjóskjald-
bökur ráðgáta. Þær heyra mæta-
vel — en þó hafa þær engin
eyru, eða réttara sagt engin ytri
eyru. En þær skynja i staðinn
mjög vel allan titring, og þvi
vita þær oft af óvininum, enda
þótt hann sé i talsverðri fjar-
lægð.
Sjóskjaldbakan er raddlaust
dýr, en þó getur hún gefið frá
sér eins konar blístur. Tannlaus
er hún einnig, en þess í stað er
gómurinn mjög hvass og vel lag-
aður til að klippa með. Til eru
sérstakar bit-tegundir, og geta