Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 174
182
ÚRVAL
Ég sagði honum, að ég hefði
í hyggju að sitja enn nokkrar
nætur uppi í trénu, og breytti
engu þótt hann reyndi að telja
mig og kviði því, að slík þrá-
seta yrði mér ofraun. Næstu
níu nætur hafðist ég enn við
uppi í trénu, án þess að verða
ferða morðingjahlébarðans var,
og þegar ég bjó mig undir elleftu
næturvökuna, tilkynnti ég Ibbot-
son, að ef ekkert gerðist, yrði
það sú siðasta þar.
Punditinn gekk fram hjá
trénu á leið sinni niður að sælu-
húsunum og sagði mér, að þenn-
an dag hefði borið að 150 píla-
gríma, sem allir mundu dveljast
þar um nóttina, þrátt fyrir við-
varanir sínar. Þá var of seint
fyrir mig að gera nokkrar ráð-
stafanir, svo ég bað hann segja
pílagrimunum að halda sig í sem
þéttustum hóp og gæta þess að
vera ekki á ferli úti við eftir að
myrkt væri orðið.
Drjúgan spöl frá trénu, þar
sem ég sat, hafðist við hjarðmað-
ur með sauðfé sitt, geitur og
hunda innan þyrnigerðis. —
Skömmu eftir að myrkt var orð-
ið, sá ég hvar maður nokkur
með ljósker í hendi gekk frá
sæluhúsunum yfir veginn, en
sneri við og hvarf aftur inn í
kofana. í sömu svifum tóku
hjarðhundarnir að gelta ákaf-
lega; þóttist ég vita, að þeir hefðu
orðið ferða hlébarðans varir, og
var ekki ólíklegt, að maðurinn
með ljóskerið hefði orðið til að
vekja athygli hans. Nú var eftir
að vita, hvort hlébarðinn mæti
meira geitina, sem lá í tjóðri
skammt frá trénu, eða kjötið af
pílagrímunum i sæluhúsunum.
Hundarnir geltu fyrst i áttina,
sem vegurinn lá, en síðan i áttina
til mín; loks þögnuðu þeir, og
þóttist ég þá vita að „illvættur-
in“ mundi hafa tekið sér stöðu
við trjástofninn á meðan hann
réði við sig, hvað gera skyldi.
Rafljósið var enn á riffilhlaup-
inu, og ég var einmitt að hug-
leiða, hvort hlébarðinn mundi
vera lagður af stað niður að kof-
unum, þegar ég heyrði bjöllu
geitarinnar klingja við. Ég
beindi rifflinum þangað, kveikti
á rafljósinu og sá á herðakamb
hlébarðans. Án þess að þurfa að
hnika hlaupinu hið minnsta
hleypti ég af, en um leið slokkn-
aði ljósið og tókst mér ekki að
koma því í lag aftur. Ég skaut
samt aftur, að þessu sinni út í
myrkrið . . .
Rergmálið af skotunum var
ekki hljóðnað, þegar punditinn
opnaði dyrnar á húsi sínu,
spurði hvort ég þyrfti aðstoðar
við, en ég lagði við hlustir eftir
þruski eða hljóði frá morðingja-
hlébarðanum og svaraði honum
ekki, og lokaði hann þá dyrun-