Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 154
162
ÚR VAL
Ég laut yfir barnið og kyssti
enni þess. Litlir fingurnir, sem
krepptust um vísifingur minn,
virtust gefa mér orðlaust svar.
Sólin skein glaðlega inn í her-
bergið og á likvagninn, sem
stóð á miðju gólfinu.
„Við þurfum þig nú ekki leng-
ur hér,“ sagði ég sigri hrósandi
og reis á fætur og ýtti honum
út á ganginn. Fæturnir voru
stífir af þreytu, enda hafði ég
ekki staðið upp i margar
klukkustundir.
Þá tók ég eftir liljunni, sem
hjúkrunarkonan hafði komið
með til að setja í hendur látins
barns. „Það er engin hætta á
að þetta deyi svona fljótt held-
ur,“ hugsaði ég og braut framan
af þurrum stilknum og setti
blómið í meðalaglas við vögg-
una.
Barnið svaf nú léttum svefni,
andardrátturinn var stuttur, en
reglulegur. Dyrnar opnuðust.
„Ungfrú Hart, mér finnst satt
að segja, að þér ættuð að reyna
að horfast í augu við þá stað-
reynd ...“
„En sjáið!“ hrópaði ég og
skeytti þvi engu, sem hún var
að segja.
„Guð minn góður,“ sagði hún.
„Hún andar! Ég get ekki trúað
mínum eigin augum!“
Það tólc yfirhjúkrunarkonuna
nokkra stund að jafna sig, en
liún vildi sem minnst um málið
tala og gaf mér undarlegt augna-
ráð öðru hverju. Siðan tók hún
við af mér og sagði mér að
fara og fá mér kaffisopa í eld-
húsinu.
Það, sem gerðist á næstu
klukkustund, man ég aðeins ó-
greinilega. í aðalsjúkrastofu
deildarinnar hjálpaði ég einni
stúlkunni að búa um tuttugu
til þrjátíu rúm og vöggur.
Þegar yfirvökukonan kom inn
i sjúkrastofuna á morgungöngu
sinni klukkan sjö, gaf hún mér
undarlegt auga og sagði: „Þér
megið fara núna, ungfrú Hart.
Þér hafið átt óvenjulega erfiða
nótt.“
„Þakka yður fyrir,“ sagði ég
og komst síðar að því, að slika
viðurkenningu á störfum hafði
enginn heyrt um áður þarna á
sjúkrahúsinu. Siðar minntist
enginn á atvik næturinnar við
mig nema stúlkurnar, sem unnu
með mér.
Þegar ég gekk yfir grasflötina
í áttina til hjúkrunarkvenna-
hússins, verkjaði mig í augun
í sterkri morgunsólinni, og
morgunloftið var svalt og hress-
andi eftir lyfjadauninn i sjúkra-
stofunum. Ég mætti hóp af
hjúkrunarkonum á dagvakt á
leiðinni, og ein þeirra, Jane
Trevellan, kom til mín.
„Þú ert nokkuð snemma búin