Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 31
HVERNIG VILL KONAN IIAFA EIGINMANNINN?
39
eftir sér sé munað og tekið til-
lit til sín sem manneskju.
Sérhver eiginkona finnur, að
undirstaða sambands hennar við
maka sina er samsvörun eða sá
eiginleiki að geta verið i „takt“
við hann. En til að svo megi
vera, þarf eiginmaðurinn að
glæða'og örva þennan eiginleika
konu sinnar á einhvern hátt. En
allt afskiptaleysi er að sjálf-
sögðu neikvætt að sama skapi.
Hreinskilni.
Margar eiginkonur kvarta yfir
þvi, að menn þeirra skammti
þeim naumlega fé, en séu sjálf-
ir eyðslusamir, ------ þeir finni
að matnum og húsbúnaðinum,
en athugi ekki, að húsmóðirin
getur ekki gert meira fyrir það
fé, sem hún fær i hendurnar.
Ég held, að undirrót þessarar
umkvörtunar sé oft sú, að kon-
an hafi á tilfinningunni, að eig-
inmaðurinn líti óafvitandi á hana
sem lægra setta eða hann vilji
í tíma og ótima sýna að hann
sé húsbóndi á sínu heimili.
Trygglyndi.
Ein kona segir: „Þegar við
hjónin erum úti með öðrum, er
hann gjarn á að skopast að mér
og auðmýkja mig. Þetta bætir
siður en svo hjónabandið."
Aðrar konur kvarta um það,
að menn þeirra setji sitt hvað
út á sig í viðurvist barnanna,
Frá alda öðli hefur kvenfólkið
alltaf verið i skugga karlmann-
anna. Likamsburðir karla og
framtakssemi hefur á öllum svið-
um hleypt þeim fram fyrir kon-
urnar. Af þeim sökum hefur þró-
azt með kvenþjóðinni vanmeta-
kennd. Þess vegna er konunni
mjög nauðsynlegt, að karlmað-
urinn sé henni sem styrkust stoð,
-----að hún geti treyst honum
fyllilega sem fyrirvinnu, elsk-
huga og félaga undir öllum kring-
umstæðum.
Heiðarleiki.
Eiginkona, sem kemst að því,
að maður hennar leynir hana ein-
hverju, er ekki lengur örugg um
hann. Hún fer að tortryggja hann
á flestum sviðum og er ekki í
rónni nema hún viti, hvað hon-
um líður, þegar hann er að heim-
an. Mesta óttaefnið er það, að
önnur kona kunni að vera komin
til skjalnnna. Hjónaband er ná-
inn félagsskapur, sem verður
illa starfhæfur, ef ekki er fyrir
hendi fullur heiðarleiki á báða
bóga.
Þetta er þá álit kvennanna,
sem voru beðnar að svara spurn-
ingunni um, hvaða eiginleikum
eiginmenn þurfi að vera gæddir,
ef vel eigi að fara.
Það er athyglisvert, að kostir