Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 88
96
UR VAL
að grípa til þessara gerviefna.
„Nefin“, eins og ilmvatnasér-
fræðingar eru stundum nefndir,
eru stundum mánuöum og jafn-
vel árum saman að búa til nýj-
an ilm. Þeir sitja i hvítum kirtl-
um við auöa borðplötu, og hjá
þeim er raðaS mörgum þúsund-
um af dökkum flöskum i hillum
og kæligeymslum. Þeir vega
þessi dýrmætu efni á örsmáum
vogarskálum, blanda þeim sam-
an ástúðlega og þefa i sifellu af
mjóum, hvítum þerripappir, sem
þeir dýfa niður í vökvann. Vera
má, aS þeir séu aS reyna aS lokka
fram einhvern ilm, sem þeir
muna eftir úr æsku eSa þá aS
þeir eru aö reyna aö framkalla
eitthvert ákveðiö skap. Ef til
vill hefur viðskiptavinurinn beö-
ið um ilm, sem sé ólikur öllu
öðru.
Hvert svo sem takmark þeirra
er, er aðferð þeirra fólgin í því
að prófa sig áfram í sífellu. ÞaS
getur veriS, að efsti tónninn eSa
fyrsta þefskynjunin úr glasinu
sé töfrandi. En þá getur einnig
veriö, aö grunntónninn — ilm-
urinn eins og hann berst frá
hörundinu — sé ekki í sam-
ræmi við það. Eða að ilmurinn
sé of loftkenndur og hverfi á
nokkrum mínútum. Starf iimsér-
fræðingsins verður enn flókn-
ara, sakir þess hve ógerlegt er
aö vita fyrirfram, hvernig eitt
ilmefni hegðar sér, er það kem-
ur í snertingu við annað.
Það er ekki að undra, þótt
fyrir komi, að auglýsendur ilm-
vatns verði stundum háfleygir
vegna hins dýrmæta efnis vör-
unnar. Gerið yður i hugarlund,
hvaða efni þarf i venjulegt ilm-
vatn. Ein einasta únsa af tiltölu-
lega algengu, vinsælu ilmvatni
er samsett af efni úr 9600 jasmín-
blómum frá Frakklandi, 480
rósum frá Frakklandi, 80 rósum
af ýmsri gerð frá Marókkó, 1750
appelsínublómum, 60 túberrós-
um, þeim fjölda irisblóma, sem
ræktuð eru á 15 ferfetum á
ákveðinni írisplantekru í ná-
munda við Flórence, hýði af
hálfri bergamot frá Kalibríu,
handsköfnu hýði af 15 appel-
sínum, sandalviði og kardí-
mommuolíu frá Indlandi, estra-
gonolíu frá spönskum tarragon-
laufpm, þrem bindiefnum úr
dýraríkinu og 35 gerviilmefnum,
sem sum hver taka tuttugu efna-
breytingum, áður en þau ná full-
komnun.
FyrirtækiS, sem selur þetta
ilmvatn fyrir $35 únsuna, getur
aflað allra þessara efna, bland-
að þeim á hinn rétta hátt, sett
blönduna í krystalsumbúðir, er
kosta $1,50 stk., selt glasið til
smásala fyrir $25, auglýst í tízku-
blöðum og samt hagnazt af.
En þrátt fyrir hið háa verð,