Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 142
150
Ú R VA L
þrá Englandskonungs eftir
fögrum konum.
Ekki lét þó Lúðvík konungur
sannfærast þegar í staS. „Hann er
umkringdur af fögrum konum,“
sagði hann. „Nú eru þær Lady
Castlemaine og Nell Gwynn leik-
kona eftirlætin hans.“
„Satt er það, yðar göfuga há-
tign,“ sagði de Croissv ambassa-
dor, „em hann er alltaf jafnnæm-
ur fyrir nýjum fegurðardísum, og
við hirð yðar er nú kona, sem
allir bera það lof á, að hún sé
fegursta kona Evrópu.
Loðvik konungur greip andann
á lofti, og augu hans ljómuðu.
„Þér eigið við hina stórfögru
Breton-stúlku, Louise de Kerou-
aille?“ sagði hann.
„Já, yðar hátign, ég á við hana.
Á sömu stund og hún leysir af
mitti sér linda þann, sem þar er,
svo að Englandskonungur megi
njóta hennar, á þeirri stund mun
lindi sá binda saman England og
Frakkland. Og þvi trúi ég statt
og stöðugt, að henni muni takast
að fá undirskrift konungs á Dov-
er-samninginn.“
Þegar ambassador hafði þetta
mælt, hneigði konungur höfuð
sitt til samþykkis og lét siðan
senda eftir Louise Renée de Pen-
encouet de Kerouaille.
Er ungfrú de Kerouaille hafði
verið sagt, hvað henni bæri að
gera fyrir konung sinn og Frakk-
land, varð henni ljóst, að nú yrði
hún að beita öllum sinum töfrum,
því að skilmálar Doversamnings-
ins voru svo fráleitir frá sjónar-
miði Breta, að óhugsandi var, að
nokkur brezk ríkisstjórn mundi
nokkru sinni vilja ihuga þá, hvað
þá meir. Þeir voru þrír talsins:
Bandalag Frakklands og
Englands, er tryggði stuðning
hins siðarnefnda, þegar hið
fyrrnefnda réðist á Holland.
Karl konungur snerist til
kaþólskrar trúar og opinberr-
ar viðurkenningar á henni.
Hertoginn af Jórvík, er var
bróðir Karls konungs og rík-
iserfingi, tæki sér kaþólska
eiginkonu.
Nú átti grannvaxin stúlka að
fá þvi framgengt, er konungum
og stjórnmálamönnum hafði
ekki tekizt. Vitað var, að þegar
er samningurinn væri undirritað-
ur, yrði hann hin óbrotgjörnustu
lög. Nú var málverk af hinni
væntanlegu ástmey sent til Karls
konungs, og fylgdi því sú beiðni,
að henni yrði heimilað
að^ heimsækja hirð hans. Var
ekki að sökum að spyrja. Konung-
ur heillaðist þegar svo af
myndinni einni saman, að hann
sendi sína konunglegu snekkju
til að flytja hana frá Calais til
Dover, en þar var hann ásamt